Frakkland – ferðamannaland

Ég á sem betur fer að tala um það sem mér er hugleikið í fyrirlestrinum, þetta ferðaráðstefna í tengslum við Pourquoi Pas – franska menningarvorið (sjá tengil hér til hliðar einhvers staðar). Ég mæti og mæri Frakkland.
Ég er búin að sitja dag eftir dag með mitt beyglaða hné við tölvuna og lesa um Frakkland, skoða ferðamöguleika og ég get sagt ykkur það í óspurðum fréttum að ég held að Frakkland hljóti að vera eitt af bestu löndum í heiminum. Á köflum hætti ég næstum því að hata peninga (þetta er vísun í frétt um útskýringar kennara hjá HR á því hvers vegna konur græða minna en karlar) og langar frekar að verða ríkur forstjóri risafyrirtækisins Parísardaman (í stað krúttfyrirbærisins sem hún er í dag) sem getur boðið fjölskyldunni upp á alls kyns spennandi frí, á bátum, á hjólum, í kastölum uppi á fjallstindum, í gljúfrum eða skógum.

Ég vildi óska að ég gæti sagt ykkur að ég yrði niðri í bæ eitthvert kvöldið og hvar og gert blogghitting en ég veit ekki alveg hvernig hnéð á mér verður svo ég þori ekki að lofa neinu strax. Ég verð samt í rafleikfimi og hnykkingum hjá sjúkraþjálfara fram að helgi svo kannski verð ég skrallfær, en kannski verð ég bara heima hjá mömmu að prjóna.

Lifið í friði.

0 Responses to “Frakkland – ferðamannaland”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: