álfur, ekki mennsk

Í foreldraflórunni á leikskólanum er þessi manneskja: litla feita unga mamman sem alltaf rífst hæst yfir öllu, er alltaf mætt löngu áður en opnar (ég hef lent í því einu sinni fyrir smá misskilning, þess vegna veit ég það) og er svo aldrei farin fyrr en hurðinni er læst, ég er oftar þarna í síðara lagi og alltaf stendur hún þarna fyrir utan, sjálfumglöð með nýjasta barnið í kerrunni, malandi og vælandi, hún, ekki barnið. Kannski bíður hún líka til að sjá hverjir koma of seint og reyna bljúgir að kría út inngöngu og fá skammir frá skólastýrunni, ekki yrði ég hissa.
Þessi kona fer ógnar mikið í taugarnar á mér og hefur gert það frá því ég sá hana fyrst. Í morgun var mikið um að vera í skólanum, kennari veikur og enginn til að leysa af. Foreldrar beðin um að taka börnin heim. Allir ægilega reiðir, fólk glennti upp augun, hnussaði, horfði á óræðan punkt í loftinu og þrumaði athugasemdir um lélega þjónustu, tilætlunarsemi bæjarfélagsins og þar fram eftir götunum. Það er náttúrulega ekki hægt að þruma yfir vesalings illa launuðu konunum sem skeina og mata börnin okkar alla daga en skilaboð um óánægju þurfa samt að komast út. Litla feita stóð þarna á sínum stað fyrir utan og sárhneykslaðist með öðrum mæðrum.
Það rann upp fyrir mér ljós. Barnaland er alls ekki séríslenskt fyrirbrigði, það er til í ýmsum myndum á mörgum stöðum. Mér finnst það óþægileg staðreynd.

Lifið í friði.

0 Responses to “álfur, ekki mennsk”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: