umhugsun

Eftir langa umhugsun hef ég ákveðið að á netsíðunni minni verður talað um nörð og nerði. Ekki það að ég sé að vinna nokkuð í narðarkaflanum núna en það er alveg dæmigert fyrir mig að vera að hugsa um annað en það sem ég á að vera að einbeita mér að. Ef þú ert nörður máttu deila þínu áhugasviði með mér, hver veit nema það komi kafli fyrir þig á síðuna. Það hefur áður komið fram að ég fíla nirði í botn og er í fullkominni sátt við eigin njarðareinkenni. Nerðir eru alls ekki lúðar, bara svo það sé á hreinu. Nörðum þykir alls ekki gaman að vera ruglað saman við Barnalandslúða eða Moggabloggarabjána (he he, bara varð). Nú er ég búin að koma öllum föllum orðsins að nema einu. Hvaða fall skyldi það nú vera? En þetta með nerðir/nirðir er helvíti erfitt. Ef ég væri Málbein, væri ég búin að hýða mig nokkrum sinnum fyrir villu. Ætti ég að merkja þessa færslu sem fall (þriðji valmöguleikinn í hugmyndum blogspot)? Nei, ég held ég merki þetta þeim fyrsta, scooters. Mér finnst það eiga betur við.

Fyrirlesturinn finnst mér núna alveg hrottalega leiðinlegur, þurr og gagnslaus. Ég held að það sé nokkuð eðlilegt, ég hef verið að grufla í þessu í rúma viku og gert lítið annað enda má ég ekki mikið hreyfa mig. Þrátt fyrir annir og veikt hné ætla ég út í kvöld, stundum er bara of mikilvægt fólk á ferð um borgina sem maður verður að heiðra með nærveru sinni. En ég fæ bílfar niður í bæ og ef ég verð lengur en bílstjórinn, sem er með ennþá verra hné en ég, fer ég bara heim í leigubíl.

Ég hlakka til að komast aðeins út, ég er orðin næstum jafnleið á íbúðinni minni og á fyrirlestrinum. Og reyndar nett leið á sjálfri mér líka, eins og þessi pistill hlýtur að sýna.

Lifið í friði.

0 Responses to “umhugsun”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: