Leitað að brúðhjónum

Ung frönsk kona sem er að skrifa doktorsritgerð um fiskveiðistjórnun á Íslandi hefur fengið aukavinnu fyrir einhvers konar Þjóðminjasafn í Marseille sem ætlar að halda sýningu um evrópskar brúðkaupshefðir. Hún þarf því að finna verðandi brúðhjón sem ætla að gifta sig milli 15. júní og loka september. Það má vera hefðbundið eða óhefðbundið brúðkaup en þarf þó að vera lúterskt, haldið hvar sem er á landinu og brúðhjónin mega vera á hvaða aldri sem er. Það eina sem þau þurfa að samþykkja er að veita viðtal við konuna um veisluvenjur og kirkjuvenjur á Íslandi, sem og einhverjir fleiri í kringum þau, ættingjar, veislustjórar, svaramenn… Svo þarf hún að fá að vera viðstödd sjálfa athöfnina og veisluna með myndavél en lofar að láta brúðhjónin og gesti samt alveg í friði.
Þessi kona talar íslensku og er afskaplega geðug og klár að mínu mati.

Ég get komið skilaboðum á framfæri. Setjið ábendingar í athugasemdakerfið eða sendið mér póst, meilið mitt á að sjást hérna einhvers staðar og sést þá a.m.k. á http://www.parisardaman.com

Lifið í friði.

0 Responses to “Leitað að brúðhjónum”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: