Mánudagur ekki til mæðu

Í dag ætla ég nákvæmlega eingöngu að gera hluti sem ég ÞARF að gera:

Fara á fund með einhverju fjármálahálfvita í banka mannsins míns (maðurinn minn er að pína mig í þetta og þar sem það reyndist svo farsælt að hlýða honum í gær mun ég halda því áfram í dag).

Senda tölvupósta til nokkurra viðskiptalega mikilvægra manna sem ég hef trassað að gera í allt of langan tíma.

Renna hægt og rólega í gegnum tölvupósta síðustu vikna til að athuga hvort ég hafi skilið einhver bréf eftir ósvöruð. Henda þá í leiðinni út bréfum sem ekki þarf að geyma.

Reyna að ná í mann sem á lítið sveitagistiheimili rétt fyrir utan París. Hvað er þetta með fólk sem svarar ekki í síma dögum saman?

Hringja í vinkonu sem bað um að ég hringdi í hana í gær en ég datt niður sofandi ofan í kvöldmatinn svo ekkert varð úr símtölum.

Fylla út nokkur eyðublöð fyrir sjúkratryggingarnar, ég hef nýlega þróað í mér eyðublaðafælni, líklega of langt síðan ég vann hjá Fóstri og Slíma og las úr illa útfylltum eyðublöðum daginn út og daginn inn milli þess sem ég hlustaði á fólk skammast yfir lélegu fyrirtæki eða drakk ódrekkandi kaffi og hlustaði á tuðið í samstarfsfélögum og tuðaði svo sjálf.

Önnur verkefni væru að kaupa vask á baðið ásamt mubblu undir hann. En það verður að bíða betri tíma.
Ég er örþreytt eftir hlaup og læti síðustu vikna. Mér er illt í hnénu.

Mig langar ógurlega til að elda góðan mat í kvöld. Skera niður slatta af grænmeti og hakka hvítlauk. Hugmyndir? Rétturinn verður að ilma vel.

Segó vinnur. Segó er miklu fallegri en Sarkó, er það ekki alltaf kostur í svona kosningabaráttu?

Lifið í friði.

0 Responses to “Mánudagur ekki til mæðu”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: