sjóklæðaveður

Skyldi Sjóklæðagerðin vera með útibú í Mýrinni? Það rignir eldi og brennisteini segi ég og skrifa. Og spáð rigningu alla (fokking) helgina sem er náttúrulega eingöngu því að kenna að ákveðið var að færa 17. júní yfir á 24. júní. Djöfulsins vesen á þessu liði, annars hefði ringt síðustu helgi eins og vera bar og veðrið væri fínt núna.

Túristar hringdu áðan skelfdir í mig til að spyrja um spána næstu daga. Ég gat ekki annað en snúið hnífnum í sárinu enda heiðarleg með afbrigðum. Þau stóðu undir Sigurboganum, Napóleon veitti þeim sem sagt skjól.

Helvíti að eiga ekki góðan regngalla. Á reyndar einn sem er eitthvað ægilega fínn og dýr úr skátabúðinni eftir hönnuðinn þarna fræga, Gore Tex minnir mig að hann heiti, en sá var keyptur þegar ég var 48 kíló. Það er ég ekki lengur. Hann myndi örugglega detta niður um mig og ég á engin axlabönd.

Ég vil að allir vorkenni mér fyrir að þurfa að fara í útivinnu í dag. Takk.

Lifið í friði.

0 Responses to “sjóklæðaveður”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: