bora

Búin að bora tvær holur í gegnum flísar og festa upp spegil með hillu, þrjár holur í svínslega þéttar hurðir, helvítis elsku Ikea, djöfull er nú gott í þessu og þar eru komnir hnúðar (hurðahúnar? snúast húnar ekki alltaf?)
Búin að missa borinn ofan á stóru tána, þessa sem var ekki með bláu mari vitanlega, og hoppaði hér um með grátstafinn í kverkunum en gólaði samt ekki. Og nei, ég er ekki í vinnuskóm með stáltá. Ég er á náttfötunum og berfætt.

Búin að koma stóra ryðgaða gamla skápnum hennar Pauline heitinnar fram á gang. Ferlega mun ég ekki sakna hans þó alltaf sakni ég Pauline. Hún var 94 ára, minnir mig, þegar hún dó í september 2001 í miðri setningu þar sem hún lýsti því yfir að hún hefði miklar áhyggjur af því hvernig Bush myndi bregðast við þessari árás á tvíburaturnana. En þetta var útúrdúr.

Búin að ákveða að festa ekki upp skápa heldur saga út hillu, það var ákveðinn léttir en samt er ég efins og þó ekki viss.

Búin að koma ferðatöskunum hingað upp í íbúð og byrjuð að týna til farangur í þær.
Búin að tæma þvottakörfuna sem þó byrjaði strax að fyllast aftur, gangur lífsins, gangur lífsins.
Búin að sumu, margt eftir.

Hvernig handklæðahengi á að fá sér á nýtt baðherbergi? Hanka á vegginn, eða tvöfalda stöng? Meirihlutinn mun ráða, ég hef hreinlega ekki græna glóru. Verið nú svo góð að gefa mér álit ykkar.

Alveg tek ég til mín hrós frá Hermanni Stefánssyni sem segir að konur séu betri bloggarar, beittari, lúmskari, fyndnari og ég man ekki hvað. Þessi pistill er til marks um að það get ég hiklaust gert.

Lifið í friði.

0 Responses to “bora”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: