opinberun stínu litlu

Ég var klukkuð hér og þar af hinum og þessum, eins og sumir aðrir, held ég að ég hafi svarað svona áður en þar sem ég játa á mig ógurlega ánægju af því að lesa svona hjá öðrum skal ég vera með:

1. Mér finnst ógurlega gaman að lesa annarra manna svör við klukki á bloggum og líka svona stöðluð viðtöl í blöðunum við misfrægt fólk.

2. Ég er svo hrikalega ómannglögg að ég kalla þetta andlitsblindu. Ég hef setið við borð og blaðrað við manneskju heilt kvöld en ekki þekkt hana á klósettinu á staðnum það sama kvöld. Ég fór daglega á framköllunarstofu eitt sumarið og skipti þar við hresst ungt fólk og var oft mikið gantast og hlegið. Ég þekkti þau svo ekki á förnum vegi þetta sama sumar, lenti í því með a.m.k. tvö þeirra að neyðast til að spyrja þó inni í mér vissi ég að ég vissi nákvæmlega hver þau voru.

3. Mér finnst kókosbollur hrikalega góðar og fæ mér alltaf nokkrar þegar ég er á Íslandi.

4. Ég fæ mér líka alltaf einn gleymmérei borgara á Vitabar sem er líklega orðin besta hamborgarabúlla landsins síðan reykingarbannið tók gildi.

5. Ég fæ mér líka alltaf Hlöllabát hjá Hlölla sjálfum, hann á ennþá búlluna uppi á Höfða. Hinar seldi hann og klikkaði eitthvað á því að nafnið fór með. Hlöllabátarnir uppi á Höfða eru frábærir, ég fæ mér reyndar alltaf þann sama og ég fékk mér fyrst, Línubát.

6. Ég er með þá áráttu að ég verð að klára ALLT tannkremið úr tannkremstúbum, ALLT sjampóið úr sjampóbrúsum o.s.frv. Um leið finnst mér óþolandi að til séu tvær túbur að óþörfu og þjáist því alltaf aðeins tímann sem líður milli þess sem ég kaupi nýja því hin er að verða búin og svo þess að ég næ ekki að kreista millimeter í viðbót af tannkremi upp úr túbunni. Já, það er stundum erfitt að vera ég.

7. Ég tel mig nokkuð góða í mannlegum samskiptum en er þó meðvituð um að þörfin fyrir að öllum líki vel við mig er líklega sjúkleg. Reyndar veit ég um nokkra sem líkar ekki við mig og sem mér er skítsama um að geri það ekki. Það var stórsigur og mikið þroskaskref þegar mér tókst að ná því að verða sama.

8. Ég endurnýjaði kynnin við eina af örfáum manneskjum sem ég hafði misst sem vinkonu núna í sumar. Við höfðum ekki sést síðan, hvað sagði hún mér? 1993? Okkur sinnaðist eftir mjög slæma hegðun mína árið 1990.
Mér varð mikið um að eiga með henni stuttan eftirmiðdag, hún á yndislegar dætur og er náttúrulega toppkona. Ég vona innilega að kynnin haldist núna. Samt hringdi ég ekkert aftur í hana enda hef ég ekki hringt í neinn eða næstum því svo til eiginlega…

Voru þetta ekki bara átta klukkatriði í þetta sinn? Ég ætla ekki að klukka neinn.

Lifið í friði.

0 Responses to “opinberun stínu litlu”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: