gull í mund

Erfið helgi framundan, alger óþarfi að hefja hana klukkan sex á laugardagsmorgni. Finnst mér. Persónulega.
Sérstaklega þar sem ég þarf að vakna eldsnemma á morgun líka og verð líklega seint á ferðinni í kvöld.

Á mánudaginn ætla ég svo að vinna fyrst og aka síðan með fjölskylduna einhver hundruð kílómetra til að komast í hús með sundlaug og rólum í garðinum og stutt í Atlantshafsströnd.
Og veðrið ætlar víst eitthvað að batna þó ég eigi erfitt með að trúa því að það verði sól og hiti í dag því það var þykk hvít þoka yfir hverfinu mínu þegar ég vaknaði og nú er klukkan að verða níu og enn þoka.
Í gær fór ég í lopapeysu í vinnuna. Þurfti reyndar að hafa hana bundna um mig miðja mestallan daginn, en samt, það er ágúst! Það á að vera gott veður.
Í morgun leið mér skyndilega eins og það væri desember. Jólastemning helltist yfir mig í þokunni.
Ég var næstum því búin að eyða þessu þvaðri en þar sem ég frétti að kvartað væri yfir bloggleti minni í kaffisamsætum á Íslandi leyfi ég þessu að standa með afsökunarbeiðni minni. Ég er andlaus. Hvenær byrjar eiginlega námið mitt? Ekkert að gerast á Uglunni ennþá. Engir bókalistar. Ekkert.

Lifið í friði.

0 Responses to “gull í mund”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: