stíf í öxlum

Ég er ekki frá því að ferðastrengir og ökuþreyta sé verra en þynnka. Ekki einu sinni hægt að hugga sig við skemmtilegt fyllerí í slenástandinu.

Það er náttúrulega rugl að eiga mann án bílprófs og aka allri fjölskyldunni rúma 5oo kílómetra í hvora átt fyrir þrjá daga í góðra vina hópi. Rugl. Hvað ætli bílpróf kosti? Kannski ég sé komin með jólagjöfina í ár?
Annars var þetta ferðalag algerlega þess virði. Hvað er betra en góðir vinir, góð vín, góð strönd, stundum gott veður, góð stemning, gott hús, góð sundlaug, gott fólk, gott gott gott. Það er ekkert betra. Mig langar stundum svo mikið að flytja út í sveit. Af hverju er ég ekki forríkur rithöfundur? Eða maðurinn minn? Það gæti nú heldur betur bætt upp bílprófsleysið.

Frísins vegna klikkaði ég á að nýta ferð hingað með bækur af lista bóksölunnar. Ef einhver veit af ferð hingað út á næstu dögum er ég að leita að burðardýri. Ég er komin með feitustu og þyngstu bækurnar, held ég.

Á ég að leyfa orðinu fyllerí að standa þarna fyrir ofan? Er það ekki alveg ferlega sjabbí og ódömulegt? Ætti ekki að standa: Ekki einu sinni hægt að hugga sig við það í slenástandinu að kvöldstundin var góð. Jú það er betra. Þið skiptið þessu út, er það ekki?

Lifið í friði.

0 Responses to “stíf í öxlum”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: