galdrar

Á miðvikudaginn varð ég ógurlega svartsýn og vældi í vini mínum um að þetta Parísardömudæmi væri kannski bara rugl, nokkrir mjög neikvæðir hlutir hafa verið að gerast og kannski yrði ég bara að hætta.
Hann benti mér réttilega á að ég hefði þó aldrei fengið annað en jákvæð viðbrögð frá viðskiptavinum, að ég vissi það alveg að það sem ég geri er ég að gera eins vel og mér er unnt, að mér er ekki sama og að fólk finni það. Það lifnaði yfir mér. Þetta er náttúrulega alveg rétt hjá honum.
Líklega á sama andartaki og lifnaði yfir mér var sendur tölvupóstur frá Íslandi með ósk um þjónustu. Daginn eftir komu svo fleiri óskir og nú er ég aðallega í vandræðum með að dragast ekki enn meira aftur úr í náminu.
Ég er heppin að eiga þennan góða vin, sem þar að auki færir mér kaffi í rúmið á hverjum morgni.

Það sem er þó enn ferlegt, er að þurfa að fara heim til vina til að hlusta á fyrirlestrana í lánstölvu. Liggur við að ég fari á stúfana og reyni að finna notaða PC druslu á góðu verði. Mig myndi verkja illilega í budduna við þau kaup.

Lifið í friði.

0 Responses to “galdrar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: