myndaorðabókin

Ég á afmæli eftir nokkra daga og er ekki í nokkrum vafa um að byrjað sé að safna í pott til að kaupa þessa bók handa mér. Ég uppgötvaði þessa tegund orðabóka fyrir löngu síðan í bókaverslun í París en átti þá engan pening. Svo kom ég síðar og leið eitthvað betur í pyngjunni en þá fríkaði ég út á valkostunum og fór út með það í huga að gúggla upp umsögnum um bækurnar áður en ég splæsti í svona. Þarna hafa verndardísirnar mínar og litlu álfarnir ásamt fylgjunum mínum sameinast um að hjálpa mér að bíða eftir íslensku útgáfunni, því aldrei gekk ég í það mál að bera saman erlendu útgáfurnar. Það hlýtur að vera þess virði að borga helmingi hærra verð fyrir að bæta íslenskunni við, sérstaklega þar sem nú var franskan ekki sniðgengin eins og hún er nú ansi oft í íslenskri útgáfu.

En þar sem ég er ekki illa haldin af því að aldrei megi segja neitt neikvætt, au contraire, verð ég að varpa fram einni spurningu: Hefði ekki verið nokkuð góð og gild ástæða til að leyfa pólskunni að vera með líka?

Lifið í friði.

0 Responses to “myndaorðabókin”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: