fullt af dópi

Þá er ég komin með alls konar dóp að prófa næst þegar ég fæ kast. Ég vildi bara láta lækninn TAKA köstin, en það er víst ekki hægt… ennþá.

Hér er sól og blíða, reyndar kalt. Mér finnst afskaplega óraunverulegt að lesa veðurlýsingar frá Íslandi. Reyndar finnst mér svo til allt sem ég les og heyri um Ísland þessa dagana mjög óraunverulegt, hvort sem um er að ræða pólitík eða einkamál.

Það er þó eitt virkilega raunverulegt. Ég er aftur byrjuð á fullu í skólanum. Sem betur fer tók ég bara þessa tvo 2,5 eininga kúrsa, mér líður eins og ég sé hálfviti og skil ekki neitt. En í andvökunni í nótt las ég rólega og næstum því upphátt um nokkra hluti og held að nú séu þeir örlítið ljósari. Reyni að halda áfram að stauta mig í gegnum hið óskiljanlega í dag, kannski rennur upp fyrir mér ljós. Mig langar mun meira að ganga út í sólina, fara kannski eitthvert niður í bæ, en sjálfsaga mínum eru engin takmörk sett.

Lifið í friði.

0 Responses to “fullt af dópi”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: