Svona eru karlmenn

— sem eru ástleitnir

Það eru margar hættur á vegi manns meðan maður er ung stúlka. Í hvert skipti, sem maður vogar sér út fyrir dyr að kvöldi til, getur maður gengið að því sem vísu, að maður að minnsta kosti lendi í einhverju uppþoti, stundum er kannski aðeins um umsátur að ræða, en þegar verst gengur – eða best – getur maður átt það á hættu, að verða innikróuð, með litla möguleika á útgöngu.
Nú er það náttúrulega fátt, sem manni kemur ver, en að vera skoðuð sem óvarin borg á stríðskortinu. Maður vill svo sem gjarnan láta taka sig til fanga, og ekki síður að verða gjörsigruð, – en maður er ákveðin í að gefast ekki upp, nema fyrir sérstakri herstjórnarkænsku. Og því er nú sannarlega ekki alltaf fyrir að fara – hverslags fólk eru eiginlega þessir generálar okkar? Flestir þeirra þekkja ekki galdurinn, sem í því felst að heyja orustu með glæsibrag, – vald orða, sem aldrei eru töluð, galdurinn að vekja aðdáun.
Þá er fyst til að taka Leo generáll. Hann hefur mikla leikni og ímyndar sér að hann viti allt það um kvenþjóðina, sem hann þarf að vita – að minnsta kosti veit hann of mikið til að hafa virkilega ánægju af eltingarleiknum. Hann á enga glóð nema í vindlingnum sínum, og hann finnur aldrei til í hjarta sínu. Hann lætur nokkur fáguð skrúðyrði falla um yndisþokka hennar (með augu eins og döggvaðar fjólur, glaðlynd eins og fíolín, hefur hlátur, sem minnir á læk í vorleysingum), allt þetta segir hann meðan hann hagræðir sér í bólstruðum stól. Hann skýrir það fyrir henni að hann hafi ávallt farið á þá réttu staði, þar sem hið rétta fólk var – og hann eigi ómögulegt með að skilja hvar maður hafi getað falið sig fram á þennan dag……
Viðvaningunum þýðir lítið að ætla að keppa við Leo generál.
Kusi generáll er fullkomin andstæða hans, því hann er alltaf að reyna að koma öðrum á óvart. Hann er þéttur á velli, gengur öruggur að hverju verki, og hefur fullkomið vald yfir sjálfum sér – það sópar alltaf að honum. Orð hans eru ekki eins yfirveguð, en það er nú algengt.
Hann gæti borið mann á öðrum handlegg ef honum sýndist – og ef m-a-n-n-i sýndist. Vinir hans skipta hundruðum, og þeir kalla hann Kusa eða gamla sinn eða Ístrubelg – og hjá hlátri hans yrði niðurinn í Niagara eins og seytl í vatnskrana. Hann er fjandi glæsilegur – jafnvel fullorðnar frúr verða ungar stúlkur í návist hans.
Það er óhætt að segja að Kusa generáli verður vel til fanga.
Vígstaðan er ekki góð, loftið er fullt af útslitinni fjöldafyndni. Hin andríku ástarhót og glæsileg ástleitni hljóta að hafa dáið út með Ludvik 16.
Og þó – og þó! Meðan maður situr í fýlu á silkifóðruðum legubekk kemur til manns ósköp alúðlegur maður segir fáein orð og brosir. Maður fær ákafan hjartslátt og kastar neti sínu út til að fá hann til að setjast Hann borðar epli, hlær og fitjar upp á einhverju ómerkilegu umræðuefni með hrifningu í augum, en fer burt þegar einhver kallar til hans. Og maður situr eftir með sárt ennið, af því hann hafi aðeins komið, og hafi ekki haft nein herbrögð í huga, og langi ekki neitt til að hrósa sigri yfir jafn þýðingarmiklu herfangi og maður sjálfsagt er.

Þetta er kafli úr bókinni Svona eru karlmenn eftir Lis BYrdal sem kom út hjá Víkurútgáfunni 1949. Þýðandi er ekki nefndur.

Lifið í friði.

0 Responses to “Svona eru karlmenn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: