gubb

Ég gæti ælt þegar ég les yfir síðustu daga hérna. Ég er greinilega andlaus með meiru.
Mig langar að kenna utanaðkomandi aðstæðum um.
Í fyrsta lagi hefur heilsan verið tæp, kraumar í mér einhver kverkasktíspest með tilheyrandi kinnholueymslum og hitasveiflum. Þannig svaf ég í lopapeysunni minni í nótt, skjálfandi og titrandi, en vakna svo frekar hress eftir að vera búin að losa góðan slatta af grænu slími úr andlitinu.
Svo er það námið, mér líður eins og versta heimskingja, þetta er ekkert smá tæknilegt og snúið fyrir minn viðkvæma heila. En ég ÆTLA að svína mér í gegnum þykka þokuna til skilnings. Ég hef aldrei gefist upp á námi sem ég hef skráð mig í og fer ekki að byrja á því á gamals aldri.
Þá er það blessuð vinnan. Brauðstrit mætti varla kalla þetta tutl mitt, en það getur tekið á þegar í mörg horn er að líta.
Að lokum er það risaverkefni sem er ennþá algert leyndarmál. Það er unnið í hjáverkum hér og þar þegar tími og kraftur finnast í sama andartaki.
Aukalega er svo kvennakvöldið sem er í fullum undirbúningi ásamt þessu indæla hversdagslífi sem inniheldur þvottavél, þvottasnúrur, kúst, viskustykki, potta og pönnur, hráefni sem þarf að sækja og vinna úr, muna tónlistarskólann, muna afmælið, bjóða í brunch, halda eitt stykki 12 barna afmæli… ég er ekki alveg viss um að þið munið heyra mikið frá mér á næstunni. En ég er líka nokkuð viss um að það sé í stakasta lagi, ég stórefast um að þetta bull hérna geri meira en að stela tíma af fólki.

Lifið í friði.

0 Responses to “gubb”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: