allan daginn verður glímt við þjóðveginn

Búin með annað verkefnið, hitt verður að koma með í fjöllin, líklega skýrist allt í fjallaloftinu og ég rumpa þessu af eins og ekkert sé. Áreiðanlega einhver blokkerandi andi í þessu pestarbæli.
Ég var næstum því búin að hugsa og skrifa að mig langi stundum að henda börnunum mínum, en ég gerði mér sem betur fer grein fyrir því að það væri ekki við hæfi og að hið ritaða orð er oft oftúlkað svo betra væri að sleppa slíkum svörtum húmor.

Hér eru komnar töskur úttútnaðar af fötum, ísskápur fullur af samlokum (ég var akkúrat núna að gera mér grein fyrir því hvílíkur hetjuskapur það er að hafa smurt ofan í liðið, halló, eins og ég hafi verið að dúlla mér hérna undanfarið? svona er maður þægur og góður við móður sína, ef mamma segir að ég ætti að smyrja, smyr ég), allir pappírarnir tilbúnir fyrir bílaleigubílinn, búið að prenta út kort af leiðinni og stúdera vel, allir komnir í hrein nærföt, nú er bara að sækja foreldra mína og systur ásamt dóttur hennar út á völl á morgun á stóra bílnum, troða þeim og öllu dótinu þeirra (dæmigerðir Íslendingar, með eigin skíði) inn í bílinn og aka í einhverja klukkutíma. Öll vafin inn í handklæði til öryggis ef Sólrún heldur áfram að gubba.

Þessi sjoppa verður að öllum líkindum lokuð á meðan ég skemmti mér á skíðum og úða í mig feitum fjallaostum og drekk bragðsterkt hvítvín með, þess á milli.
Ég mun ekki sakna ykkar og geri ekki ráð fyrir því að mín verði sárt saknað. Ég veit ekki hvað er að mér þessa dagana en þegar ég rak augun í setningu um „næmt auga barna fyrir fegurð og handverki“ hér aðeins neðar var ég næstum því búin að ýta á EYÐA STRAX takkann. Édúddamía hvað ég er uppskrúfuð. Ég lifi í raun hróðug í þeirri trú að ég sé rosa hnyttin og skörp en það bráir yfirleitt af mér í smá tíma ef ég les eitthvað aftur á bak hér.

Viðbót: Ég horfði á Kiljuna meðan ég smurði samlokurnar, helvíti fínn þáttur. M.a.s. Robbe-Grillet í honum. Eins og ég segi, dauðinn selur. Eða tíminn líður og ég er mörgum sekúndum nær dauðanum en áðan.

Lifið í friði.

0 Responses to “allan daginn verður glímt við þjóðveginn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: