börnin

Sólrún (6 síðan í febrúar) er að skrifa og Kári (4 síðan í nóvember) stafar fyrir hana. Hún teiknar alveg frábærar myndir, hermir eftir myndum úr bókum eða teiknar eftir hlutum og er alger listakona. Hins vegar hefur Kári ótrúlegan rithæfileika. Hún lætur okkur ennþá stafa allt ofan í sig en Kári tók sig til fyrir þó nokkrum mánuðum og skrifaði nöfn allrar fjölskyldunnar á blað án þess að nokkur aðstoðaði. Reyndar stóð Kritsín, en allt annað var rétt stafsett.
Börnin mín hafa sitt hvora snilligáfuna (foreldrar mega segja svona, hvernig á maður annars að þola það að þurfa að segja hengdu upp úlpuna þína, gakktu frá skónum þínum, farðu í skóna, ekki týna húfunni þinni, vertu róleg(ur), reyndu að borða yfir disknum þínum, vatnið á að vera ofan í baðinu, ekki naga fötin þín, puttana úr munninum, heilsaðu, kveddu, kysstu, sníttu þér, farðu á klósettið, ekki gleyma að sturta niður, þvoðirðu þér um hendurnar…trekk í trekk aftur og aftur alla daga allan ársins hring), verst að geta ekkert erft frá þeim, meðaljóninn sem ég er.

Lifið í friði.

0 Responses to “börnin”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: