bókin

Á dögunum fékk ég senda bók frá þessum manni. Ég ákvað að opna hana ekki fyrr en að prófum loknum.
Á þriðjudagsmorgun, fyrri prófdegi, var ég næstum því búin að rífa hana upp til að lesa bara eitt ljóð því ekki getur maður farið að lesa fyrir próf klukkutíma áður en maður gengur út. En ég stoppaði mig, fékk einhvers konar hjátrúartilfinningu, ég var búin að ákveða að bíða fram yfir prófin og ef ég geri það ekki klúðrast allt.
Svo bókin er enn innpökkuð á náttborðinu. Og ég hef í raun ekki lesið neitt nema námsefni í tvær vikur, jú, kíki í laugardagsmoggann og les vitanlega blogg. Svo er ég með Baróninn hans Þórarins Eldjárns opna á náttborðinu en hef ekki leyft mér að lesa nema nokkrar blaðsíður svona þegar ég er búin að lesa eitthvað námstengt í rúminu og vil tryggja að ég sofni róleg.
Djassinn ómar í hausnum á mér, ásamt hátíðnihljóðinu, fuglasöng og lögunum í Nightmare before Christmas. Síðasti dagurinn. Svo vakna ég á morgun og les ekki ljóð og fer í prófið og svo er þetta búið og sólin skín og ég verð frjáls… í bili.

Lifið í friði.

0 Responses to “bókin”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: