Vive l’été!

Fjú hvað þetta er skrýtin tilfinning. Mun sterkari en mig minnir frá því í desember, þá var ný önn á næsta leiti (ekki segja mér að þið viljið skrifa svona leiti með ypsíloni) en núna er heilt sumarfrí framundan. Frí frá námi í það minnsta.
Reyndar veltur allt á því hvernig svar ég fæ við umsókn um MA-nám. Ef ég fæ nei, held ég þá áfram á BA-stigi í íslensku? Ég er komin á bragðið, ég játa það. Og ef ég fæ já, þarf ég þá ekki bara að byrja strax að lesa, nógu mikið er af bókum á lestarlistum námskeiðanna.

Undarlegt en satt, þá skemmti ég mér ágætlega í prófinu áðan. Ekkert sem fékk mig til að svitna og líða illa, sumt sem ég þurfti að hugsa mig vel um og fletta upp í glósunum til að rifja upp en ég svaraði öllu og gerði það eins vel og ég gat.
Reyndar lenti ég í einu fáránlegu, ég átti að nefna dæmi um orð sem væri rót + rót + beygingarending, en báðar ræturnar áttu að vera bundnar sem þýðir að þær geta ekki staðið stakar sem orð. Mér datt orðið jarðfræði í hug og býst við að það sé rétt dæmi um svona orð. Mér fannst það hins vegar svo trist að ég ákvað að skrifa jarðálfur í staðinn. Það er slæm hugmynd því álf getur alveg staðið eitt og sér sem þolfall af álfur. Ég er því amk með eitt svar kolvitlaust.
Þetta ætti að kenna mér það sem ég veit, alltaf að fara eftir fyrsta hugboði.
Reyndar er þetta enn sorglegra þar sem þetta er í fyrsta sinn í vetur sem dæmi kemur upp í kollinn á mér sem passar við það sem beðið er um (þ.e.a.s. jarðfræðin gerir það, held ég). T.d. var eini liðurinn sem ég skildi eftir tóman á hljóðfræðiprófinu sá sem bað mig að nefna tvö önnur orð sem urðu fyrir sömu hljóðskiptum og öðrum breytingum og orðið sem unnið var út frá. Yfirleitt blokkerast heilinn í mér algerlega þegar ég er beðin um svona dæmi. Eins og ég get bullað og farið út um hvippinn og hvappinn með orð og texta, get ég bara ekki fylgt einhverri svona línu sem er sett upp í orðnotkun.

Þetta er örugglega skemmtileg færsla til að láta standa hér yfir helgina. Ég er að vinna í fyrramálið og svo ætla ég að bruna í sveitina, liggja í nýslegnu grasi, horfa á trén bærast í golunni, fara í göngutúr niður að ánni (það minnir mig alltaf á ömmu Helgu, oh, hvað hún hefði fílað franska sveit), leika mér í frisbí, borða grillaðan mat og drekka fullt af víni með.

Lifið í friði.

0 Responses to “Vive l’été!”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: