bleikur dagur blár

það er víst bleikur dagur í dag, ég er bara blá

Ég reyndi að horfa á Cold Case í sjónvarpinu, geri stundum sjónvarpsglápstilraunir þegar ég er ein á kvöldin. Ég hef aldrei vitað annan eins hroðbjóð, það er allt leiðinlegt við þessa þætti, persónurnar slakar, þráðurinn bara tilfinningarunk, léleg taka og aulahrollaleg notkun á tónlist.
Svo byrjaði ég á bók í gær sem mér líst ekkert sérlega vel á, nenni varla að halda áfram með hana. Átti ég ekki að fá lánaðar einhverjar eðalbækur einhvers staðar? Og á ekkert að senda mér eintak af nýjasta Einari Má Jónssyni um maí 68?

Bíllyklar eru enn týndir og ég er eiginlega búin að gefa upp alla von. Ég hef leitað í öllum skúffum, skápum, hornum og hólfum í íbúðinni. Held ég. Reyndar er ótrúlegt magn af hólfum í svona smáum úttroðnum íbúðum. Og ótrúlegt magn af ryki sem mér tókst að moka út um við leitina. Nú fer vinnurykið frá því í vor alveg að verða farið endanlega. Bráðum.

Síðustu nótt hrökk ég upp við martröð, ungur drengur kom hlaupandi inn í íbúðina mína (sem var allt öðruvísi en sú sem ég á í raunheimum) á nærbrók og blóðugur. Ég tók utan um hann og hann hljóðaði: „Ekki láta þá fá peninga!“ Ég sá þá skugga bregða fyrir og vissi að frammi á gangi væri einhver hættulegur glæpamaður sem myndi ráðast á okkur og vildi fá peninga. Ég hugsaði fyrst að það væri ekki séns að ég léti hann fá eitthvað, en í svefnrofunum tókst mér að róa mig niður með því að auðvitað hefði ég látið hann fá allt og við drengurinn hefðum alveg bjargast.
Á leið inn í draumaheima á ný mundi ég eftir blessuðu tannálfahlutverkinu, fór og náði í tönnina og stakk tveggjaevrupening undir koddann í staðinn. Getur það mögulega verið að ég hafi tekið peninginn aftur með mér fram? Eða var glæponinn úr draumnum þarna með mér og tók hann? Hann virðist alla vega ekki vera nokkurs staðar í herbergi barnanna. Ég verð því að stinga aftur pening undir koddann núna. Og mun halda mér vakandi í nótt til að tryggja að hann hverfi ekki aftur. Eða ekki.

Lifið í friði.

0 Responses to “bleikur dagur blár”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: