maður mín

Skrifin um Tyrkina og búlluna eru svo væmin að ég var næstum búin að henda allri helvítis síðunni í ruslið þegar ég renndi yfir hann áðan. En reglan er að láta allt standa nema ég hafi sært einhvern með þvælunni.
Mig langar að hafa eitthvað aðeins harðara og svalara ef svo undarlega vill til að einhver ráfi hingað inn í fyrsta skipti í dag. Þetta er líklega gersamlega sambærilegt við það sem ég heyrði einhvern tímann frá Heiðari snyrti um að kona ætti alltaf að vera vel tilhöfð, líka heima hjá sér, því hún gæti aldrei vitað hvenær maður lífs hennar berði að dyrum.
(berði?)

Í dag prófaði ég að skjóta viljandi gneistum í átt að konu og það virkaði. Samt var hún frekar langt í burtu. En hún tók alla vega upp tissjúið sem hún hafði hent í jörðina og fór með í ruslið. Kannski fauk tissjúið bara fyrst og hún er enn að spyrja sig hvað hafi gengið að blondínunni sem var með augu sem skutu gneistum að henni.

Lifið í friði.

0 Responses to “maður mín”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: