Þetta varð sannarlega vinn-vinn situation, því ekki er nóg með það að ég er búin heldur losnaði húsið fyrr svo við ætlum að pakka og fara af stað í dag.
Veðurspáin næstu daga er sól og ca 19 stig. Ég er með sólkrem, sólhatta, sólgleraugu, strandamottur með baki, strandapoka fyrir sundföt og handklæði, kælibox, óreiðu á striga og tvær ólesnar ljóðabækur.
Í húsinu er netsambandslaust og eiginlega símasambandslaust líka.
Bókasafnið í þorpinu er opið á miðvikudögum og föstudögum í tvo klukkutíma. Þar er hægt að komast á netið. Við sjáum til hvort ég nenni því.
Hafið það gott í fjarveru minni.
Lifið í friði.
Nýlegar athugasemdir