dálítið týnd

Ég er dálítið týnd hér á wordpress. Veit ekki alveg hvort ég á að halda þessu útliti eða finna annað, er ekki alveg búin að átta mig á tenglainnflutningi og svoleiðis, virðist föst með þennan bloggroll-tiltil hér til hliðar. En þetta kemur allt saman. Bara ekki í dag, kannski í kvöld. Ég man að ég fékk einhver ráð frá innvígðum wordpress-notendum þegar ég opnaði þessa síðu á sínum tíma. En ég man ekki hvaða ráð það voru. Öll slík velkomin.

Hvernig á ég t.d. að koma því þannig fyrir að athugasemdir eða tjásur eins og sumir kalla þetta svo snilldarlega komi inn án þess að þurfa fyrst að vera samþykktar af mér?

Áðan fékk ég þakkarbréf í tölvupósti þar sem mér er tjáð að ég eigi að hækka verðið á göngutúrunum. Það kom mér verulega á óvart, ég hef hálfvegis farið hjá mér síðan ég fór að taka 30 evrur á mann fyrir túrinn.

Ég keypti málningu á klósett og baðherbergi í dag. Nú er bara að bretta upp ermarnar og ota penslinum. Hvað ætli séu margar bækur inni á klói? Ég er nokkuð á því að ég slepp ekki við að bera þær allar út áður en ég byrja að mála, þó ég ætli ekki að mála á bakvið hillurnar.

Lifið í friði.

17 Responses to “dálítið týnd”


 1. 1 parisardaman 16 Júl, 2008 kl. 6:17 e.h.

  prófa sjálf, held ég hafi lagað þetta vesen

 2. 2 hildigunnur 16 Júl, 2008 kl. 7:37 e.h.

  víí, velkomin! útlitið er ekkert mál að laga – allavega setja inn eigin mynd og þannig.

  Ég er með stillt þannig að ég þarf að samþykkja athugasemdir í fyrsta skipti frá hverju netfangi sem skrifað er inn, en það er held ég ekkert mál að breyta því og leyfa allar (var það það sem þú gast lagað, annars?)

  Mynd getur maður sett inn í hinum og þessum sniðum hjá wordpress, ég er með K2 Lite (undir Design) og þar er hægt að setja inn eigin mynd.

  Meira í kvöld.

 3. 3 parisardaman 16 Júl, 2008 kl. 8:58 e.h.

  Já, ókei, þetta er sem sagt bara fyrsta athugasemd og eftir það getur fólk skilið eftir að vild? Kannski betra að hafa þann fídus á? Hm.

 4. 4 hildigunnur 16 Júl, 2008 kl. 9:05 e.h.

  já, ég er pínu hrifin af því, jafnvel þótt það hafi reyndar aldrei neitt spam skilað sér í gegn um akismet síuna.

 5. 5 Valur 16 Júl, 2008 kl. 9:51 e.h.

  Til hamingu með þitt nýja bloggheimili , vonandi verða þín skrif á nýju heimili ekki síðri enn á því gamla.

  Flutningskveðja. Valur Geislaskáld

 6. 6 AP 16 Júl, 2008 kl. 11:24 e.h.

  Sæl á nýja staðnum!
  Enn er spurt:- Akkuru? –

 7. 7 baun 17 Júl, 2008 kl. 12:50 f.h.

  já, maður þarf að venjast þessu nýja útliti en innihaldið skiptir þó meira máli og það verður gott.

 8. 8 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 2:38 f.h.

  flott mynd!

 9. 9 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 2:40 f.h.

  já og svo þarf maður ekkert að láta þetta heita blogroll, sjáðu hjá mér, allt íslensk heiti. Man ekki hvernig ég fór að en man að það var ekki nokkurt mál.

 10. 10 ghrafn 17 Júl, 2008 kl. 9:23 f.h.

  Flækt í netinu! Þú ert svei mér fyndin.

 11. 11 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 10:21 f.h.

  Ef þú ferð í Widgets undir Design koma upp skemmtilegir hlutir á hægri vænginn, þar áttu líka að geta stjórnað hvað blogglistar og þannig heita.

  Og í öllum lifandis bænum, farðu í Extras, líka undir Design, og afhakaðu Enable Snap Shots, það er óþolandi drasl! (var með það virkt fyrst – en ekki lengi)

 12. 12 Sunna 17 Júl, 2008 kl. 12:13 e.h.

  Ég á eftir að sakna græna litsins.

 13. 13 Sunna 17 Júl, 2008 kl. 12:14 e.h.

  litarins afsakaðu miss Iclandic

 14. 14 parisardaman 17 Júl, 2008 kl. 12:58 e.h.

  Ég næ ekki að stjórna hvað blogglistar heita. Og hef ekki enn lagt í að flytja inn tenglana mína. Og verð að hlaupa út núna. Sakna, sakna, get over it kids, ég er flutt. Af því ég var orðin leið á Haloscan og blogger.

 15. 15 parisardaman 17 Júl, 2008 kl. 12:59 e.h.

  Myndin er af börnunum mínum sitt á hvorum enda og Ívari vini þeirra og Soffíu uppáhaldsfrænku í miðjunni. Stjörnuljósakvöld í Ölpunum.

 16. 16 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 5:49 e.h.

  sko, þú þarft ekkert að nota blogroll, þó það sé default, sjáðu bara alla mismunandi listana hjá mér. Hér eru leiðbeiningar…

 17. 17 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 5:52 e.h.

  kannski þarftu að flytja tenglana yfir í blogroll, reyndar, en svo er ekkert mál að merkja þá út úr blogroll sem þú notar ekki og yfir í hina listana.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: