í nýja húsinu

Ég er ekki búin að finna út úr því hvernig ég á að flytja tenglana yfir. Mér var boðið upp á það einhvern tímann á flakki mínu um nýja húsið í byrjun, en neitaði því þá. Mér tókst að biðja aftur um það, en var neitað um það.

Mér finnst skemmtilega skrýtið hvernig wordpress er hálfþýtt á íslensku og hvernig ég misskil stundum íslensku þýðingarnar sem eru eflaust ágætar.

Mér finnst undarlegt að þegar ég fer niður um línu, fer ég óvart niður um tvær, ekki bara greinaskil, kaflaskil í textanum.

Mér finnst óþægilegt að ég hef ekki hugmynd um það hvernig ég get breytt slóðinni minni í Mikka Vef.

Mér finnst óþægilegt að hafa ekki allt á sínum stað á nýja staðnum, en veit að ég mun redda því með tímanum en ég hef ekkert ógurlega mikinn tíma núna fyrir frí.

Ég fer í frí á mánudaginn, mér líður eins og ég hafi aldrei áður haft eins mikla þörf fyrir það og núna, sem er líklega tilfinning sem ég hafði áður fyrir frí en er búin að gleyma.

Mér finnst svo rétt, ó svo rétt, það sem Ármann bendir á í dag.

Mér finnst mitt líf næstum því óbærilega gott og fallegt.

Lifið í friði.

5 Responses to “í nýja húsinu”


 1. 1 bryn & co 17 Júl, 2008 kl. 10:40 e.h.

  Vona ad vid verdum samthykkt.
  Skiptir mig engu hvar thu ert hyst, svo lengi eg fae adgang.
  Knus fra landinu fagra, med hvitvinsglas i hendi eftir maltid samsetta af bleikju ur Brùarà sem bondinn veiddi fyrr i dag og humar i hvitlaukslegi adeins brugdid a grillid. Vantadi bara ykkur hjonin og strumpana ykkar.

 2. 2 Jón Lárus 17 Júl, 2008 kl. 11:46 e.h.

  Til hamingju með nýja síðu Parísardama. Var að breyta tenglinum á síðunni minni þ.a. vísi á nýju síðuna.

 3. 3 hildigunnur 17 Júl, 2008 kl. 11:47 e.h.

  Þú getur ekki breytt slóðinni í Mikka sjálf, nema bara með því að búa til alveg nýja þig. Getur hins vegar beðið hann Gunnar Frey (gunni (hjá) mikkivefur.is um að breyta fyrir þig.

  Ef þú skrifar í html view en ekki visual (ég þoooli ekki visual – og html view er samt með flesta fídusana, maður þarf ekkert að kunna html til að geta notað það viðmót), þá hopparðu ekki niður um tvær línur. Ef þú ætlar hins vegar að hafa miðjaðan texta eða litaðan eða eitthvað þannig vesen er enginn vandi að hoppa yfir í visual á meðan.

  Með linkana, hmm, það veit ég ekki, ég held ég hafi lamið þá alla inn hjá mér, þegar ég byrjaði hjá wp.com var fídusinn með að færa þá ekki kominn, held ég. Þegar þú baðst um færslu, var það þá í Nýr tengill – Import Links? Einhvern tímann vissi ég hvað OPML url væri en því er ég búin að steingleyma núna, hálfminnir samt að þú þurfir að exporta þeim frá blogger fyrst, þeir séu ekki þar á þessu OPML formi.

 4. 4 parisardaman 18 Júl, 2008 kl. 1:06 f.h.

  já, þetta er eitthvað ves, sem ég er ekki í stuði fyrir akkúrat núna en allar ábendingar eru svooo vel þegnar.
  Bryn: skál!

 5. 5 Hófí (frú mikkivefur) 18 Júl, 2008 kl. 11:03 f.h.

  Heldurðu ekki bara að kallinn hafi breytt tenglinum þínum hjá Mikka Vef í gær :0)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: