næstsíðast

Nú er ég að fara á ægilega mikilvægan viðskiptafund. Það er næstsíðasta vinnið mitt fyrir frí (ég má búa til orð, ég fékk átta komma fimm í beygingar- og orðmyndunarfræði og þegiði bara).
Ég man ekki til þess að hafa verið jafnörmagna fyrir frí áður. Strangur og erfiður vetur og mikil vinnutörn strax og prófum lauk. Ég sé það í anda að liggja með tærnar upp í loft, hvorki með nettengingu né símasamband. (Pastís og rör? Rósavín í æð?)
Bara við fjölskyldan ásamt vinum með eina sex mánaða meðferðis. Ójá, það verður frekar indælt held ég nú barasta.

Lifið í friði.

6 Responses to “næstsíðast”


 1. 1 baun 18 Júl, 2008 kl. 3:39 e.h.

  omg, sendi þér geggjaðar stuðkveðjur og hneggjaðar óskir um klikkað gott frí.

 2. 2 Kristín í París 18 Júl, 2008 kl. 6:33 e.h.

  oh, takk beibí, æðislegt að fá svona pepp.
  Eitt vinn búið, eitt vinn eftir.

 3. 3 hildigunnur 18 Júl, 2008 kl. 8:13 e.h.

  jú gó görl! Ég slepp á miðvikudaginn kemur…

 4. 4 Hanna Stefáns 18 Júl, 2008 kl. 9:08 e.h.

  Þetta er bara vinn-vinn sitúeisjón =Þ
  -Njóttu frísins í botn!

 5. 5 ErlaHlyns 26 Júl, 2008 kl. 2:26 f.h.

  Það er gaman að búa til orð.
  Mér er alltaf minnisstætt þegar ég bjó til orð fyrir titil á ritgerð minni um ljóðabók sem ég skrifaði í íslenskutíma í menntaskóla.
  Kennarinn krotaði stórt spurningarmerki við orðið og þar á eftir: Er þetta orð?

 6. 6 Kristín í París 1 Ágú, 2008 kl. 8:36 e.h.

  He he, þú hefðir þurft að hafa svigann minn þarna á eftir, eða a.m.k. fylgiblað með rökstuðningi fyrir orðsköpuninni.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: