16 holur í vegg

Ég hef borað a.m.k. 16 holur í vegg í þessari framkvæmdagleði minni, nei, reyndar 17 því ég skipti um hilluvinkil í miðju verki og þurfti því að gera aukaholu. Hillan sem varð að umræðu hér að neðan reyndist að lokum verða 30 cm á breidd, mér fannst sú 40 cm allt of mikil um sig. Og viti menn, þessi dugar alveg. Full af dóti og allt heldur gasalega vel. Mynd síðar. Mig langar eiginlega ekkert að skrifa um þetta, en mér fannst ég einhverra hluta vegna skyldug til að gefa skýrslu um þetta mál.
Ég þurrkaði svo út langa færslu um hvað ég hef gert annað, hvað klikkaði og hvað tókst vel. Þið megið þakka mér m.þ.a. dreifa auglýsingu um Parísardömuna.com út um allar trissur nú eða þá bara leggja pening inn á reikninginn minn í Mjóddinni.
En ég hata litlu málmsögina sem ég var svo ánægð með að finna því mér sýndist hún alveg eins og sú sem pabbi átti. Þessi fokking sög vill ekki saga stöngina mína í sundur og því hef ég ekki enn getað hengt fötin upp.
Um hádegisbilið í dag felldi ég nokkur tár yfir gömlum skeytum, kortum og bréfum.
Skeyti barst frá Húsavík 5. október 1969, það var 21 orð, hamingjuóskir með dótturina nýfæddu frá Guðlaugu gömlu, sem bjó nú reyndar fyrir austan, ekki norðan.
Annað skeyti fór frá Reykjavík til Lundar í Svíþjóð, líklega þó daginn áður, á fæðingardegi mínum. Það er 5 orð: „Dóttir fædd líðan góð, Soffía“. Ég get svo ímyndað mér hvernig pabba leið, því ég á í fórum mínum kort frá honum til mömmu og mín, skrifað um viku síðar, en það verður ekki birt hér.

Lifið í friði.

3 Responses to “16 holur í vegg”


 1. 1 Steinunn Þóra 19 Ágú, 2008 kl. 10:53 e.h.

  Ég vildi að ég hefði þó ekki væri nema brot af framkvæmdagleði þinni og dugnaði. Og svo verð ég að viðurkenna að mig dauðlangar að kíkja við í kaffi til að taka allar þessar framkvæmdir sem ég les um út.

 2. 2 baun 19 Ágú, 2008 kl. 11:19 e.h.

  16 dásamlegar rósir. finnst mér að þú ættir að fá frá kallinum þínum núna.

 3. 3 parisardaman 20 Ágú, 2008 kl. 9:08 f.h.

  Steinunn Þóra, ef þú getur komið, ertu velkomin. Mig vantar einmitt svo klapplið, til að komast síðustu metrana.
  Baun: ég skila þessu til hans!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: