eldri maður hækkar um nokkra sentímetra

Við fáum reglulega sms frá afanum sem er með börnin okkar á Grikklandi. Oftast er það bara að allt gangi vel, allir séu glaðir. En við og við fáum við eitthvað á borð við það sem kom fyrir nokkrum dögum: „Börnin eru með ótrúlega fjölbreyttan og nákvæman orðaforða“. Þetta gleður okkur foreldrana náttúrulega mikið, sérstaklega mig þar sem ég þarf svo oft að svara spurningum um tvítyngi og hvort það hafi ekki þau slæmu áhrif að börnin tali bæði tungumálin aðeins verr en aðrir. Ég hef oft heyrt þessa kenningu, en held að vegna þess að þau eiga svo framúrskarandi vel talandi foreldra, verði þau framúrskarandi klár í báðum tungumálum og líka í stærðfræði og raunvísindum, teikningu og tónlist og íþróttum.
Í gær töluðum við svo við afann í síma. Hann fer mikinn og segir að börnin veki mikla athygli hvar sem þau koma á svæðinu. Fólkið sem sjái um barnagæsluna elski þau og ljósmyndari svæðisins hafi sett myndir af þeim í gluggann sjálfum sér til framdráttar, svo vel myndist þau. Einnig séu þau knúsuð og kysst af kokkum og þjónustuliði og allir vilji eiga þau, þau séu svo skemmtileg, opin og klár og kurteis.
Ég get svo svarið það að ég fann að hann hefur stækkað um nokkra sentímetra, hann má svo sem við því en ég er hálfhrædd um að hann muni, í alvöru talað, rifna úr monti á endanum. Og hvernig á amman að komast ein með hann í kistu, farangur og börnin tvö heim?

Lifið í friði.

7 Responses to “eldri maður hækkar um nokkra sentímetra”


 1. 1 baun 20 Ágú, 2008 kl. 12:12 e.h.

  börnin þín eru ábyggilega svo dásamleg að þessi afi er bara að draga úr:)

 2. 2 parisardaman 20 Ágú, 2008 kl. 1:15 e.h.

  Neeei, ég held ekki. Við hreinlega fórum hjá okkur, hann er svo montinn að það hálfa væri nóg.

 3. 3 HG 20 Ágú, 2008 kl. 1:22 e.h.

  HE he
  HANN er svo montinn! En mamma er ekkert við að springa 😉
  Annars trúi ég Hverju orði sem hann segir, í alvöru talað.
  xxx-ap

 4. 4 parisardaman 20 Ágú, 2008 kl. 3:22 e.h.

  Auðvitað er ég að vissu leyti að rifna og líka að rifna úr söknuði, mér finnst þau hafa verið burtu í ár.

 5. 5 kristín 20 Ágú, 2008 kl. 11:47 e.h.

  Hérna, ég er alveg til í að skipta, þú mátt alveg fá börnin mín í staðinn. Eða annars, nei.

  Drengirnir mínir eru líka tvítyngdir. Og ég blæs á allt svona bull um að það sé ekki hollt fyrir börn að vera tvítyngd. Hef það líka frá fullorðnum hálf-Íslendingum að það sé frekar fúlt að kunna ekki málið, bara af því að foreldrarnir trúðu þessum kenningum uppeldisfræðiruglara gærdagsins.

  Skilst að þeir sem eru tvítyngdir nýti bæði heilahvelin betur. Eða eitthvað í þeim dúr.

 6. 6 parisardaman 21 Ágú, 2008 kl. 12:12 f.h.

  Já, það eru allir sammála um að tvítyngd börn sé frekar gott, EN að það sé samt þetta hikk, með að þau kunni ekki málin eins vel og þau „kannski“ gætu. En ég hef engar áhyggjur af því að þau geti ekki skarað fram úr í íslenskum eða frönskum fræðum ef leið þeirra á eftir að liggja um þær slóðir.
  Og ég held ég vilji ekkert skipta, nema við gætum prófað að skipta í einn dag til gamans einhvern tímann?

 7. 7 Eiríkur 21 Ágú, 2008 kl. 10:49 e.h.

  Börn líða sannarlega ekki fyrir að vera tvítyngd og það er engin hætta á að tvítyngið valdi því að þau verði eitthvað verri í máli þess samfélags þar sem þau alast upp. En stundum ofmetur fólk kunnáttu þeirra í hinu málinu. Ég heyrði nýlega þýska konu sem elur börnin sín upp á Íslandi segja að börnin töluðu fullkomna þýsku, svo langt sem það næði – en það væri „mömmuþýska“. Sem sé – málsamfélagið er fjölbreytt, orðaforði og málnotkun með ýmsu móti, og samskipti við mömmu – eða pabba – duga eðlilega ekki til að börnin nái valdi á því máli sem passar við hvers kyns aðstæður.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: