mælingar og meiri pælingar

Í dag kom eldhúsráðgjafinn minn og mældi allt út hjá mér í þeim hluta íbúðarinnar. Hummaði og strauk sér um höku, taldi innstungur og teiknaði inn alla stokka og lagnir með nýþvegna blýantinum með brotna blýinu. Svo þurfti ég að segja hvort ég hefði einhverjar séróskir, eftir smá umhugsun mundi ég eftir breiðu hnífaparaskúffunni hennar mömmu. „já, viltu sem sagt 80, hmmmm“. Þetta var allt svo prófessjónal að ég var alveg eftir mig þegar hún hvarf á brott með teikningarnar. Hef því lítið gert í dag, nema að ég byrjaði á að fara í gegnum teikningabunka barnanna sem hefur ekki verið sorteraður síðan fyrir jól.
Nær allur dagurinn í gær fór í að sortera, flokka og raða dóti í barnaherberginu. Og setja upp himnasæng fyrir stelpuna, sem er ekkert sérstaklega flott að mínu mati, en nákvæmlega eins og hún vildi hana.
Svo drattaðist ég í IKEA og keypti efnið í himnasæng drengsins, sem vildi nótt með stjörnum og riddara að berjast. Nóttin með stjörnunum fékkst þar á okurprís því hún kemur með ónothæfri grind og festingum sem ég þarf að klippa frá. Þau ætla svo sjálf að búa til riddarana að berjast.
Ég var viss um að afgreiðslufólkið sæi á mér að ég hafði sett upp innréttingar annars staðar frá. En þau hljóta að fyrirgefa mér, ég keypti fullt af alls konar kössum og hirslum og bætti við enn einum Billy sem er kominn í nýjar og handhægari umbúðir. Svo eru fataskápur í barnaherbergið OG blessuð eldhúsinnréttingin næst á dagskrá. Það er nú ekki lítið. Kreppa? Já í vinnunni, ekki á heimilinu!
Ég býst við að geta sett inn myndir á morgun, haldið ykkur fast.

Lifið í friði.

3 Responses to “mælingar og meiri pælingar”


  1. 1 Valur Geislaskáld 21 Ágú, 2008 kl. 7:11 e.h.

    Ef ég vissi um orð er gætu líst svona dugnaði vel .. þá myndi ég skrifa þau hér.

  2. 2 Geislaskáldið 21 Ágú, 2008 kl. 7:15 e.h.

    Ef ég vissi um orð er gætu lýst svona dugnaði vel .. þá myndi ég skrifa þau hér.

  3. 3 baun 21 Ágú, 2008 kl. 11:09 e.h.

    hlakka til að sjá myndir!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: