sjóbað á morgun, mætum öll

Í gær baðaði ég mig í sjónum og lagðist svo í heitan pott með útsýni yfir til Kópavogs.

Ég ætla að gera þetta aftur á morgun. Ég hugsa að það verði um sjöleytið, á þó eftir að fá endanlegan tíma staðfestan. Það væri nú gaman að sjá eitthvað af bloggurum, það er hægt að sleppa sjónum og fara beint í pottinn fyrir viðkvæma (les: teprur).

Spurning hvort ég geti verið á Mokka eftir sjóbað á morgun, hvað segið þið? Í kvöld verð ég áreiðanlega á Hressó.

Ísland er nú alveg ágætt land. Vinir mínir eru stór-ágætir að gefa mig í brúðargjöf. Brúðkaupið var… blautt á alla mögulega vegu. Saurbæjarkirkja er falleg og fínleg. Reyktjaldið fauk út á fjörð þegar brúðguminn kyssti brúðina.

Lifið í friði.

14 Responses to “sjóbað á morgun, mætum öll”


 1. 1 Harpa J 26 Ágú, 2008 kl. 11:33 f.h.

  En flott brúðagjöf!

 2. 2 bb 26 Ágú, 2008 kl. 11:55 f.h.

  Þú ert nú meiri rassgatsrófan 😉

 3. 3 hildigunnur 26 Ágú, 2008 kl. 12:10 e.h.

  víí, verðum í bandi. Ég er á æfingu í kvöld, hvað verðurðu lengi á Hressó? Og klukkan hvað á Mokka á morgun? Ég er að raða stundatöflum frá hálffimm, tekur yfirleitt svona 2 til 2 1/2 tíma…

 4. 4 parisardaman 26 Ágú, 2008 kl. 12:18 e.h.

  ég verð bara eins lengi og ég þarf, ég veit ekki neitt og ekki einu sinni hvort þessi athugasemd kemst inn, nettenging brengluð hérna

 5. 5 Glúmur Gylfason 26 Ágú, 2008 kl. 2:11 e.h.

  Gott er að Daman sig gifti loks
  og gott er að horfa til Kópavogs.
  Og betra´er að taka bað í sjó
  en byrgja sig inni Hress- á -ó.

 6. 7 Fyrir hönd Parísardömunnar... 26 Ágú, 2008 kl. 5:40 e.h.

  …sem nú er, ó-nettengd, á hægu bæjarróli í átt að Hressó:
  Sjóbað morgundagsins er tímasett kl. 7 Síðdegis!
  HG

 7. 8 AP 26 Ágú, 2008 kl. 5:43 e.h.

  Glúmur lúmskt góður að vanda 😉

 8. 9 AP 26 Ágú, 2008 kl. 5:52 e.h.

  …og Glúmur G. sá auðvitað að Parísardaman, frú Genevois, var brúðar-Gjöf um helgina, er önnur dama giftist!?

 9. 10 Syngibjörg 27 Ágú, 2008 kl. 1:25 f.h.

  Nei nú botna ég hvorki upp né niður í þessu sjokki og hamingju.

 10. 11 hildigunnur 27 Ágú, 2008 kl. 1:55 f.h.

  Meikaði ekki kvöldið, erfið æfing, en stefni ótrauð á – ja, ef ekki sjóbað, (fer eftir hvurnig gengur með stundatöflur) þá Mokka.

 11. 12 hildigunnur 27 Ágú, 2008 kl. 2:23 f.h.

  humm, er ekki annars Mokka lokað á kvöldin, síðan reykingabannið hrökk í gang? Er búið að opna það aftur?

 12. 13 parisardaman 27 Ágú, 2008 kl. 11:45 f.h.

  Heyrðu, þarf að hringja í Mokka. Hvað gæti verið plan B? Hvar er gott kakó? Ég er sko búin að fá Mokkakakó og vöfflu þannig að ég lifi af að fara annað. Ekki samt Hressó takk, dálítið mikið af ungabörnum þar…

 13. 14 hildigunnur 27 Ágú, 2008 kl. 9:51 e.h.

  dmn, sá þetta of seint, besta kakó fyrir utan Mokka er á 101 hótel og 10 dropum. En Alþjóðahúsið er með ágætis bjór 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: