Sarpur fyrir september, 2008

blautt og djúsí

Það hefðu nú margir haft gaman af því að hlusta á trúnóið í bílnum á leið út í Kampavínshéraðið, nánar tiltekið hingað.
Margar djúsí sögur af geðveilu, drykkjusýki, drullusokkum og fleiru spennandi. Sögurnar bættu okkur rigningu og skítaveður sem minnti óneitanlega á Ísland.

Stúlkurnar sem gista hér þessa dagana segjast vilja flytja til Frakklands. Ég get náttúrulega ekki annað en samsinnt þeim með að það sé ágætis hugmynd.

Lifið í friði.

þegar maður er komin með allt niður um sig

hysjar maður þá upp um sig?

Nei, ekki ég. Ég kaupi mér meira kampavín. En þú?

Lifið í friði.

ferskar kryddjurtir

Nanna gefur girnilega uppskrift fyrir kreppt heimili á síðunni sinni og minnist á að ferskar kryddjurtir gætu verið of dýrar á þessum síðustu og verstu.
Er ekki ráð að borgin planti kryddjurtum við tjörnina næsta vor? Svo geta óforskammaðar leikkonur nýtt þær í matinn.

Lifið í friði.

bank bank

hver fer þar?

Lifið í friði.

þver

Allt er þversum. Ég ákvað að svindla laglega á sjálfri mér og horfa á Útsvar í staðinn fyrir að læra. Útsendingin byrjar á endalausum auglýsingum sem ég horfði áfergjulega á. Svo kom kynning á liðunum.
Þegar klappað er fyrir kynningu seinna liðsins, hoppar örin aftur á upphafspunkt. Aftur auglýsingar, minni áfergja. Kynning ekki eins fyndin og hoppað til baka á sama punkti.
Ég nenni ekki að senda inn kvörtun því ég átti sko ekkert með að vera að glápa á afþreyingu og er nokkuð sannfærð um að æðri máttarvöld voru hér að verki.

Best að henglsast til meiri vinnu og kannski smá náms?

Ég er tvímælalaus síðan á fimmtudag.

Lifið í friði.

leið

Oj, hvað ég er svekkt yfir úrslitunum í leiknum. Ég þoli ekki þetta fokking franska heimsveldi sem sífellt ryðst yfir okkur smáþjóðirnar, hvernig í fjáranum dettur okkur í hug að vera eilíft að miða okkur við þetta lið?

Svo er ég líka drullusvekkt yfir því að ég held að ég viti hver vann Útsvar á föstudag. Af hverju vissi ég ekki fyrirfram að ákveðinn bloggari væri meðal keppenda? Þá hefði ég getað forðast bloggrúntinn þar tli ég væri búin að horfa. Svona er lífið stundum skítt…

Paul Newman: fallegur og góður, hef alltaf trúað því að inni við beinið væri hann afi/pabbi/ástmaður minn.

Lifið í friði.

haust

Haustið er að koma hérna, þó veðursældin sé með ólíkindum. Haustlitirnir eru fallegir, Versalagarðarnir eru t.d. alveg sérstaklega fallegir þar sem sumarlitir blómanna og haustlitir trjánna skiptast á.

Ég er búin að jafna mig á þeirri tilfinningu að ég sé að velta niður brekku án þess að hafa nokkra stjórn á því. Nú er ég að renna standandi fótskriðu og mun ekki hálsbrotna á leiðinni.

Næsta vika verður rólegri og ég get byrjað að reyna að lesa námsefni og jafnvel fundið grein að þýða (sem ég átti að byrja að þýða fyrir tveimur vikum). Svo á ég Útsvarsþátt að horfa á einhvern tímann. Svo fer ég til Madrid á föstudagskvöldið.

Lifið í friði.

gerið það, skjótið mig

ég er að drepast úr almennu verkstoli, eirðarleysi og svo hef ég misst trúna á mannkynið og þar af leiðandi týnt tilgangi lífsins.
Það er sól úti, og allt gott um það að segja, en restin er [ritskoðað].

Frakkland – Ísland á morgun, ekki missa af því. Það er kannski eitthvað til að lifa fyrir, íslenska kvennalandsliðið í HM á næsta ári?

Mig langar óstjórnlega mikið í kjúkling og kokkteilsósu og vöfflu með rjóma.

Allt sem stendur hér að ofan er tengt innbyrðis. Innbyrðis textatengsl. Æl.

Mig grunar að þessi síða sé að fara í frí, en mér er samt aldrei sagt neitt svo þetta er bara óstaðfestur orðrómur og á því víst illa heima hér, þetta er jú fagblogg.

Lifið í friði.

þriðja

jamais deux sans trois segja Frakkarnir og vita hvað þeir syngja.

Ha ha ha, þarna náði ég ykkur!

Lifið í friði.

öskur

Það er maður að öskra hér einhvers staðar í nóttinni. Mér heyrist það saklaust, en mér er samt ekki rótt í huga. Sem er áhugavert í ljósi þess að á eftir hressandi blóti tel ég fátt betra en að standa úti í nóttunni og öskra. En það verður þó að vera fjarri mannabyggðum til að virka sem hreinsun.

Lifið í friði.


Nýlegar athugasemdir

parisardaman um Kveðja
Margrét H um Kveðja
koparskál um Tau frá Tógó
Elín Kjartansdóttir um rafmögnuð kona
juliann um agnetha