tvö skref fram á við

Í dag þurfti ég að stússast í París og fara á nokkra staði. Til þess að komast á milli notaði ég Vélib’. Þetta er í fyrsta skipti sem ég nota þau ein og óstudd, síðast var ég með reyndri vinkonu sem hjálpaði mér. Mér fannst ég verða enn meiri Parísarbúi en ég var fyrir og fílaði mig alveg í „innsta hring“ með hinum vélíbburunum.

Svo sótti ég stóru stelpurnar í skólann og við fórum á róló. Þær fóru einar inn á svæðið því ég skaust í bakarí sem er vel úr sjón- og heyrnarfæri við róló. Í fyrsta skipti sem ég skil dóttur mína svona eina eftir. Jú, ég hef einhvern tímann skotist frá, en þá hljóp ég og fór mun styttra en núna. Þær fíluðu sig í ræmur, fannst þær stækka um nokkra sentímetra við að vera „einar úti“. Þær eru nb að verða sjö ára rétt upp úr áramótum. Sumt er betra við Ísland, t.d. að geta leyft krökkunum að vera einum úti að leika. Njótið þess meðan þið hafið.

Eiginlega voru þetta samtals þrjú skref fram á við, eitt fyrir mig og tvö fyrir þær samtals.

Lifið í friði.

4 Responses to “tvö skref fram á við”


 1. 1 Guðný Anna 12 Sep, 2008 kl. 11:43 e.h.

  Ef að vinkonur ákveða að fara í svall-og menningarferð til Parísar (forgangröðun skilin eftir efninu, amen ….) ertu þá til í að vera eskort? Hvað myndi maður þurfa að panta slíkt með löngum fyrirvara? 🙂 🙂

 2. 2 HG 13 Sep, 2008 kl. 12:09 f.h.

  MENNING er rímorð við kenning – einsog kellingin segir. Menning er líka allt sem manndýr (menn) stunda – þar meðtalið svall. Þetta segist með fyrirvara um þversagnaandstæður og fjarstæðar mótsagnir.
  Óska ykkur góðs menningar-svalls!

 3. 3 anna 13 Sep, 2008 kl. 1:51 f.h.

  Hvað er vélib? Fyrst datt mér í hug reiðhjól, en nú er ég full efasemda!!!

 4. 4 parisardaman 13 Sep, 2008 kl. 10:06 f.h.

  GAA: það þarf ekki alltaf fyrirvara en stundum er ég upptekin dögum saman, ef annar hópur er á undan. Ég vil endilega vera fylgdarkona ykkar í blautri menningarferð.
  Anna: vélib eru borgarreiðhjólin.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: