haust

Haustið er að koma hérna, þó veðursældin sé með ólíkindum. Haustlitirnir eru fallegir, Versalagarðarnir eru t.d. alveg sérstaklega fallegir þar sem sumarlitir blómanna og haustlitir trjánna skiptast á.

Ég er búin að jafna mig á þeirri tilfinningu að ég sé að velta niður brekku án þess að hafa nokkra stjórn á því. Nú er ég að renna standandi fótskriðu og mun ekki hálsbrotna á leiðinni.

Næsta vika verður rólegri og ég get byrjað að reyna að lesa námsefni og jafnvel fundið grein að þýða (sem ég átti að byrja að þýða fyrir tveimur vikum). Svo á ég Útsvarsþátt að horfa á einhvern tímann. Svo fer ég til Madrid á föstudagskvöldið.

Lifið í friði.

7 Responses to “haust”


 1. 1 baun 27 Sep, 2008 kl. 3:07 e.h.

  Madrid hljómar spennandi. fótskriða líka.

 2. 2 kristín 27 Sep, 2008 kl. 4:52 e.h.

  Mig langar líka til Madrid. Og Versala. Og.

 3. 3 Guðný Anna 27 Sep, 2008 kl. 7:09 e.h.

  Er betra að vera á wordpess?
  Það verður gaman í Madrid.
  París er nú ekki sem verst heldur.
  Góðar skólakveðjur til þín ….

 4. 4 parisardaman 27 Sep, 2008 kl. 10:42 e.h.

  wordpress er fín, örugglega betri en 123 eða hitt þarna moggadæmið.
  Mig langar að fá ykkur allar þrjár og fleiri góða með mér til Versala einhvern tímann, ég er alltaf með það bakvið eyrað að stofna til bloggaraferðar til Parísar.

 5. 5 baun 28 Sep, 2008 kl. 1:26 f.h.

  það væri brill:)

 6. 6 AP 28 Sep, 2008 kl. 2:57 f.h.

  Er með – samt ekki gildur bloggari!

 7. 7 parisardaman 28 Sep, 2008 kl. 8:19 e.h.

  Velkomin með AP, legg höfuð í bleyti núna fljótlega.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: