leið

Oj, hvað ég er svekkt yfir úrslitunum í leiknum. Ég þoli ekki þetta fokking franska heimsveldi sem sífellt ryðst yfir okkur smáþjóðirnar, hvernig í fjáranum dettur okkur í hug að vera eilíft að miða okkur við þetta lið?

Svo er ég líka drullusvekkt yfir því að ég held að ég viti hver vann Útsvar á föstudag. Af hverju vissi ég ekki fyrirfram að ákveðinn bloggari væri meðal keppenda? Þá hefði ég getað forðast bloggrúntinn þar tli ég væri búin að horfa. Svona er lífið stundum skítt…

Paul Newman: fallegur og góður, hef alltaf trúað því að inni við beinið væri hann afi/pabbi/ástmaður minn.

Lifið í friði.

11 Responses to “leið”


 1. 1 AP 28 Sep, 2008 kl. 2:55 f.h.

  Paul Newman ! – einmitt eins og afi/pabbi/ástmaður eiga að vera. Er hann dáinn – eða hví nefnirðu hann nú?

 2. 2 anna 28 Sep, 2008 kl. 3:11 f.h.

  Paul Newman er farinn já, en hvaða bloggari var meðal keppenda í Útsvari? Ég sá ekki þáttinn á föstudagskvöldið og gleymdi að horfa á endursýningu

 3. 4 embla 28 Sep, 2008 kl. 1:35 e.h.

  skemmtilega að orði komist ;afi/pabbi/ástmaður og ágætis byrjun á ljóði

 4. 5 Elías 29 Sep, 2008 kl. 12:58 f.h.

  Þessi upptalning minnir mig nú bara á Fritzl.

 5. 6 Kristín í París 29 Sep, 2008 kl. 12:33 e.h.

  Elías! Þú óhreinkar minningu Paul með svona óþverratengingu, samt svolítið gott á mig líklega, he he he…

 6. 7 ghrafn 29 Sep, 2008 kl. 1:10 e.h.

  Je dúdda mía! Illa er nú látið.

 7. 8 AP 29 Sep, 2008 kl. 2:42 e.h.

  Elías! Freud gat, svona til dæmis, komið upp í hugann..
  .. og Seint held ég saka megi Fritzl um að vera ‘ástmaður’.

 8. 9 parisardaman 29 Sep, 2008 kl. 4:41 e.h.

  Annars er ég ánægð með að fréttafælni mín kom í veg fyrir að ég vissi um hvern var rætt, þurfti að gúggla honum.

 9. 10 Gísli 1 Okt, 2008 kl. 9:59 f.h.

  Byrjun á ljóði?

  Í orðastað Parísardömu:

  Horfði á mig hungraður,
  hlýja fann ég strauma,
  afi/pabbi/ástmaður
  allra minna drauma.


 1. 1 Málbeinið » Innblástur frá París Bakvísun við 1 Okt, 2008 kl. 1:52 e.h.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: