gengur ekki

Það gengur ekki að reyna að horfa á Chinatown með manni sem vaknar fyrir klukkan sex. Hann var sofnaður innan korters. Svo ég vakti hann og við fórum í Yatzy í staðinn. Það var stuð. Ég náði yatzy dauðans en tapaði heilt yfir. Ég verð nefninlega að leyfa manninum mínum að vinna, hann er svo tapsár.

Í dag hitti ég afa tvíburanna sem er ríksibubbi sem varð fyrir því að vera sagt upp á risalaunum með risa, hvað heitir það aftur, summan sem maður fær við uppsögn þegar maður er ógeðslega ríkur hvort eð er? Ég man það ekki í alvöru talað. Ha? Nú er ég búin að hugsa örugglega í mínútu og orðið kemur ekki.
En Jean var sagt upp um fimmtugt og hafði það svo gott að hann reyndi víst ekki einu sinni að finna sér annað, enda var það víst frekar vonlaust fyrir svona gamlingja. Svo hann er búinn að vera í eftirlaunagír núna í 15 ár. Á stórt og flott hús suður af París og svo annað stærra og flottara rétt hjá St. Emilion í Bordeaux með tennisvelli og sundlaug. Þar er hann mest, og er með vinnustofu þar sem hann dundar sér við að mála eftirmyndir af frægum málverkum en svo er hann örugglega að braska með hlutabréf og fleira skemmtilegt. Hann bar sig vel í dag en fór að spyrja mig spjörunum úr um Ísland og andlitið datt af honum þegar ég fór að útskýra þetta. Hann á góðan argentískan vin sem hefur skráð sig út úr öllum kerfum, lifir með peningana undir koddanum, greiðir hvergi skatta eða neitt. Hann spurði mig hvort Íslendingar yrðu í sömu sporum. Ég gat ekki svarað. En ég skammast mín alltaf niður í tær þegar ég byrja að tala um þessi mál við fólk sem hefur innsýn í peningaheiminn, markaðinn. Við erum bananar. Og þegar ég segi við, þá meina ég þeir.

Lifið í friði.

8 Responses to “gengur ekki”


 1. 1 Eyja 29 Okt, 2008 kl. 11:43 e.h.

  Starfslokasamningur.

 2. 2 parisardaman 29 Okt, 2008 kl. 11:46 e.h.

  Ah, takk. Ég var að bilast, furðulegt þegar svona orð hverfa úr orðaforðanum. Kannski vék það fyrir orðum eins og „textatengsl í póststrúktúralískum skilningi“ sem ég þurfti að beita fyrir mér í gær.

 3. 3 hildigunnur 30 Okt, 2008 kl. 12:09 f.h.

  gyldent håndtryk kalla Danir þetta.

 4. 4 parisardaman 30 Okt, 2008 kl. 8:33 f.h.

  Gullna handabandið?

 5. 5 baun 30 Okt, 2008 kl. 9:27 f.h.

  golden parachute..eiginlega gullhlíf.

 6. 6 parisardaman 30 Okt, 2008 kl. 10:00 f.h.

  Já, það er eins gott að þeir sem eru góðu vanir hafi sínar hlífar. Verkalýðurinn og láglaunapakkið getur gert sér atvinnuleysisbæturnar að góðu.

 7. 7 anna 30 Okt, 2008 kl. 2:58 e.h.

  Hvernig er hægt að tapa viljandi í Yatzy öðruvísi en með því að svindla?

 8. 8 parisardaman 31 Okt, 2008 kl. 9:15 f.h.

  Þetta var grín, ég berst hatrammlega við hann og gersigraði hann í eitt skiptið en svo vann hann tvisvar og telst því sigurvegari. En ég get auðvitað valið að geyma alltaf ása eða tvista og fengið lága útkomu, yatzy er sko ekki BARA heppni.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: