salur

Ég er að spá, veit einhver um góðan partýsal fyrir ca 60 manns, jafnvel meira, sem hægt er að leigja á vægu verði og koma með eigin vínveitingar? Og hægt að vera með stuð lengi frameftir? Salurinn má vera mjög hrár og eins ljótur og hann vill, útsýni er aukaatriði en það þarf að vera hægt að komast út að reykja.

Lifið í friði.

16 Responses to “salur”


 1. 1 Daníel 30 Okt, 2008 kl. 11:48 f.h.

  Prófaðu að hafa samband við Ásatrúarfélagið.

 2. 2 Ásgerður 30 Okt, 2008 kl. 12:56 e.h.

  Flugmálastjórnar-kofinn ?
  Prófaðu að tala við Guðrúnu, hún hefur etv. sambönd þar.

 3. 3 parisardaman 30 Okt, 2008 kl. 1:17 e.h.

  takk bæði tvö, tékka á því og vil gjarnan fleiri uppástungur

 4. 4 Valur blogg-pistla-skrifari. 30 Okt, 2008 kl. 2:07 e.h.

  Það er laus salur í húsi við Austurvöll sem virðist ekki vera neitt notaður lengur , og eru þar sæti og borð fyrir 63 manns. Um leigu veit ég ekki .. enn veit þó að reykingarherbergi er í kjallara þessa húss þó ekki megi það nú samkvæmt lögum .. er samþykkt voru tveimur hæðum ofar í sama húsi er kallast víst Alþingishús og stendur ónotað dag eftir dag.

 5. 5 hildigunnur 30 Okt, 2008 kl. 2:38 e.h.

  kíkja á þetta?

 6. 6 Linda Björk Jóhannsdóttir 30 Okt, 2008 kl. 4:18 e.h.

  Hæ Kristín

  Það er hægt að fá leigðan sal í sama húsi og Gustur er í þarna í Kópavogi. Ég get gefið þér upp símanúmer hjá honum Stebba en ég veit ekki hvað hann kostar en ég veit að þarna er aðstaða til að fara út að reykja og að salurinn getur vel tekið 60 manns. Mig minnir endilega að fyrirtækið hans Stebba heiti Veisluþjónustan.

 7. 7 Líba 30 Okt, 2008 kl. 4:42 e.h.

  Í kjallara Hallveigarstaða við Túngötu er fínn salur (vonandi ekki of fínn). Þar er eldunaraðstaða en engin kvöð, held ég, að kaupa eitt eða neitt af „húsinu“. Vínveitingar sér maður sjálfur um og hægt um heimatök að komast út að reykja.

 8. 8 GlG 30 Okt, 2008 kl. 8:18 e.h.

  Vitið um sal fyrir sextíu manns?
  Þar sumir koma allt frá Franz.
  Þurfum að leigja´ann á vægu verði
  sem von er í þessu ár- í ferði.
  Salurinn má vera mjög svo ljótur,
  munum ekkert spyrja um nótur.
  Meiningin er að endast lengi
  af því að þetta er svona gengi:
  Útsýnið spilar enga rullu
  því allt verður keyrt í botn á fullu.
  Ætla og sumir í að kveikja
  svo út verðum komast til að reykja.
  Öllum sé sama um sígaró-stubba
  og svo gæti einhver þurft að gubba.
  En ljóst er að Parísar- léttlynd -daman
  lofar að ofsa verði gaman.

 9. 9 BBC 31 Okt, 2008 kl. 1:03 f.h.

  Hva….er partý framundan??

 10. 10 parisardaman 31 Okt, 2008 kl. 9:08 f.h.

  Takk öll. Sérstaklega GIG, þetta verður lesið upp í næstu veislu hjá mér. Hvar sem hún verður.

  BBC: Hver veit, hver veit…? Langar þig ekki í partý?

 11. 11 Frú Sigurbjörg 31 Okt, 2008 kl. 2:59 e.h.

  Þú verður að lesa GIG upp í næstu veislu.
  Auðvita langar okkur öllum í partý, veitir ekki af smotterís sukki hér..

 12. 12 parisardaman 31 Okt, 2008 kl. 4:02 e.h.

  Einmitt það sem ég var að hugsa, sko.

 13. 13 GlG = gé ell gé 1 Nóv, 2008 kl. 8:38 e.h.

  2. útgáfa snyrt – fyrst ætlunin er að lesa þetta einhvers staðar.

  Vitið um sal fyrir sextíu manns?
  Þeir sumir koma allt frá Franz.
  Þurfum að leigja´ann á vægu verði
  sem vonlegt þessu ár- í ferði.
  Salurinn má vera mjög svo ljótur,
  og munum við ekkert spyrja um nótur.
  Meiningin er að endast lengi
  af því að við erum þannig gengi.
  Útsýnið spilar enga rullu
  því allt verður keyrt í botn á fullu.
  Ætla og sumir í að kveikja
  svo út verðum komast til að reykja.
  Öllum er sama um sígaró-stubba,
  og svo gæti einhver þurft að gubba.
  En ljóst er að Parísar- léttlynd -daman
  lofar að verði ofsa gaman.

 14. 14 GlG 1 Nóv, 2008 kl. 8:46 e.h.

  …sem vonlegt ER þessu ár í ferði

 15. 15 GlG 18 Nóv, 2008 kl. 8:33 e.h.

  3. gerð:

  Vitið um sal fyrir sextíu manns?
  Þeir sumir koma allt frá Franz.
  Þurfum að leigja´ann á vægu verði
  sem vonlegt þessu ár- í ferði.
  Salurinn má vera mjög svo ljótur,
  og munum við ekkert spyrja um nótur.
  Meiningin er að endast lengi
  af því að við erum þannig gengi.
  Útsýnið spilar enga rullu
  því allt verður keyrt í botn á fullu.
  Fyrst lífið á Fróni er ein Bratta-brekka
  bringum við sjálf það sem hyggjumst drekka.
  Þeir sem að ætla sér í að kveikja
  út þurfa’ að komast til að reykja.
  Mönnum sé sama um sígaró-stubba,
  og svo gæti einhver þurft að gubba.
  En ljóst er að Parísar- léttlynd -daman
  lofar að verði ofsa gaman.

 16. 16 Bjarni 8 Des, 2008 kl. 9:09 e.h.

  Hæ nú er ég að pæla. Ég veit þú þekkir mig ekkert en ég var að velta fyrir mér ég er einmitt að leita mér að sal hvort þú hafir fundið eitthvað sniðug….

  kv.Forvitinn
  Bjarni

  targed88@hotmail.com
  von um gott svar:D


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: