varúð, mont frá saknandi móður

Ég sakna barnanna minna, en þau hafa það mjög gott á Íslandi í kreppunni. Það var m.a.s. tekið á móti dóttur minni í 6 ára bekk og þar er hún búin að eignast tvær vinkonur og las undarlega setningu upphátt fyrir mig á Skype í morgun: Má Sísí síma?
Drengurinn er brattur líka og hefur fengið að koma í heimsókn á leikskóla frænku sinnar. Hann sýnir vitanlega færni sína í lestri, ég hélt að amman myndi rifna úr monti þegar hún sagði mér frá því að í gær lagði hún fyrir utan apótek og hann spurði hvort hún væri að fara í apótek. Fyrst skildi hún ekkert í því hvernig í ósköpunum hann gat giskað á það, en sá svo skiltið blasa við. Mér skilst að frænka hans hafi tilkynnt að það væri mjög óréttlátt að hann sem væri bara 4 ára kynni að lesa en hún sem væri orðin 5 kynni það ekki. Hann verður 5 ára um miðjan nóvember, og er bara 3 mánuðum yngri en frænka, en staðreyndin er sú að hann er bara fjögurra ára og hana nú.

Lifið í friði

4 Responses to “varúð, mont frá saknandi móður”


 1. 1 Harpa J 31 Okt, 2008 kl. 7:05 e.h.

  Sísí sá sól.
  Ólí sá líka sól.
  Má Óli róla?
  Óli má róla sagði Sísí.
  Sísí og Óli róla.

 2. 2 parisardaman 31 Okt, 2008 kl. 7:14 e.h.

  Þetta er mjög fyndið og ég hef alltaf efast pínulítið um þessar aðferðir, en þessar setningar eru allar réttar, hvernig er hægt að segja Má Sísí síma? Þetta olli miklum heilabrotum hjá móður, afa og ömmu yfir morgunkaffinu.

 3. 3 ghrafn 31 Okt, 2008 kl. 9:03 e.h.

  Öll lærðum við að lesa með Gagni og gamani en engin okkar notar sögnina að síma. Þegar maður er búinn að fá sér allduglega í aðra stórutánna eða jafnvel báðar, þykir manni sú staðreynd ákaflega sorgleg.

  Svona heilt yfir.

 4. 4 parisardaman 31 Okt, 2008 kl. 9:12 e.h.

  Þegar maður er búinn að fá sér vel í stórutærnar er um að gera að söngla Hrekkjusvínin:
  Gagn og gaman, gleymdust þið?
  Gagn og gaman hvar eruð þið?
  Finnst þér ekki pínulítið skrýtið,
  hvað sumir vinna mikið en fá þó lítið?

  Svona heilt yfir er nú eiginlega öll plata Hrekkjusvínanna við hæfi þessa dagana.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: