vinsamlegast endurræsið vélina

Ég er alltaf á fullu, ég nýti dagana mjög vel og hef verið að vinna á kvöldin undanfarið líka. Samt miðar mér ekki áfram sem skyldi og sífellt bætist ofan á það sem ég þarf að gera.
Ég veit að ég á ekki að vera að kvarta, í kringum mig er fullt af fólki með alvöru vandamál, fjárhagskröggur eða veikindi og jafnvel andlát.
Samt.
Ég er alveg búin að fá nóg. Ég er ógeðslega þreytt og komin með höfuðverk. Mig langar til að einhver komi og búi til matinn fyrir mig, ég legg ekki í þessa sellerírófu sem ég ætla að prófa að elda í kvöld og veit ekki hvað ég ætla að hafa með henni.
Sem minnir mig á að ég verð að sýna ykkur mynd af grænmetinu sem ég eldaði í gær. Ekki spyrja mig hvað það heitir, en við maðurinn minn flissuðum í hvert skipti sem við sáum það í eldhúsinu. Súpan sem ég sauð úr þessu heppnaðist afskaplega vel.

dsc00198

En hver ætlar að koma og elda fyrir mig í kvöld? Einhver? Og hver nennir að vinna þýðinguna? Og hver getur hjálpað mér að blöffa mig í gegnum umræður um kynverund í bókmenntum og fleiri teóríur, um helgina? Og farið í íslenska skólann? Og boðið hjá sendiherra? Og á fundinn á fimmtudag? Og bakað köku fyrir skólann fyrir föstudag? Og passað börnin á fimmtudag og m.a.s. Sólrúnu líka á föstudag? Og keypt jólagjafir og gert jólakortin og og og…

Lifið í friði.

8 Responses to “vinsamlegast endurræsið vélina”


 1. 1 Einar Jónsson 25 Nóv, 2008 kl. 9:13 e.h.

  Butternut Squash heitir þetta á fornaldaríslensku. Olía á pönnu, ferskur engifer og saxaðaur hvítlaukur. Síðan butternut squash og viðeigandi meðlæti, rauð paprika og eitthvað svoleiðis. Ágætt að bæta stórum kókosflögum rétt undir lokin.

 2. 2 Kristín í París 25 Nóv, 2008 kl. 9:23 e.h.

  Nammi nammi namm. Hljómar afar vel. Prófa það næst. Ég vissi að það væri butternut í nafninu, líka á frönsku. Butternut courge heitir þetta hér.

 3. 3 Ævar Örn 26 Nóv, 2008 kl. 4:00 f.h.

  Ég held það ´sé of seint að elda kvöldmatinn í kvöld fyrir þig, og ekki treysti ég mér í þýðinguna, sem ég reikna með að sé úr frönsku – en restina skal ég glaður sjá um. Get líka eldað fyrir þig næstu vikuna ef þú vilt. Býst við flugmiðunum frá þér innum lúguna hjá mér ekki seinna en á fimmtudag, sem og upplýsingum um au-pair íbúðina sem mér er ætluð á meðan á dvöl minni stendur…

 4. 4 Kristín í París 26 Nóv, 2008 kl. 9:01 f.h.

  Þetta er brilljant hugmynd. Best að ég sparki leigjendunum út úr einni af hinum fjölmörgu íbúðum sem við eigum.

 5. 5 Frú Mikkivefur 26 Nóv, 2008 kl. 10:32 f.h.

  Svona fyrst verið er að ræða barbapabba-graskerið þá er líka ægilega gott að skera það í sneiðar þversum, smyrja með olíu og krydda með t.d. hvítlaukssalti, eða salti pipar og timjan eða álika, og skella á grillið – þarf soldinn tíma, en er virkilega gott :0) Eins hef ég bakað það í örbylgju eða ofni (klyfja í tvennt, olíu í skurðinn og skurðinn niður á plötu), mauka svo og búa til *mús* – t.d. gott með hvítlaukssalti, múskat, pipar…

 6. 6 Kristín í París 26 Nóv, 2008 kl. 10:37 f.h.

  MMMmmmm, haldið áfram, haldið áfram. Ég sé að mauksoðningin í súpu var kannski ekki besta hugmyndin. En börnin úðuðu henni reyndar í sig alsæl, sem og foreldrarnir.

 7. 7 Linda Björk Jóhannsdóttir 26 Nóv, 2008 kl. 6:28 e.h.

  Þú ofuraktíva vera, taktu bara fyrir einn hlut í einu og þú reddar þessu öllu sjálf. Byrjaðu bara á því að leggja þig í 10 mínútur, þá fer hausverkurinn 🙂 Gangi þér vel krúsí í öllu saman.

 8. 8 Kristín í París 27 Nóv, 2008 kl. 11:37 f.h.

  Það er bannað að kalla mig „krúsí“ Linda. Ég er orðin svarthærður þungarokkari.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: