áskrift að grannmeti

Ég er sem sagt orðin áskrifandi að grænmetis“körfu“. Panta á mánudögum og fæ bréfpoka fullan af grænmeti afhentan í búðinni á fimmtudögum. Ég ræð engu um það hvað er í pokanum, en verslunin setur alltaf lista yfir grænmetið með myndum til hliðar svo við húsmæður og -feður þurfum ekki að velkjast í vafa. Einnig fylgja uppskriftir með öllu sjaldgæfu grænmeti. Mér finnst þetta bæði spennandi og skemmtilegt. Í gær eldaði ég á endanum chou rave, sem ég myndi þýða sem kálrófu. Þær eru gómsætar bragðið, einhvers staðar á milli blómkáls og spergils. Ég léttsauð þær í vatni með smá salti og bar fram með afgöngum frá síðustu dögum, hrísgrjónum í rjómasósu og niðurrifnum kjúkling sem ég hitaði saman í smá grænmetisseyði.
Ég er komin í smá aðhald í matarinnkaupum heimilisins því þó ég vinni töluvert (les: allt of mikið) núna og fái inn pening, veit ég ekki hvort eða hvenær því lýkur. Kannski verður áfram nóg að gera í janúar, kannski verður ekkert hjá mér fram að vorinu. Kannski ekki einu sinni þá.
Til öryggis skráði ég mig í aukakúrs í Háskólanum.

Í hádeginu smakkaði maðurinn minn matinn frá því í gær og við mærðum grænmetisáskriftina. Ég bauð honum að kíkja nú á netið í dag og finna spennandi uppskrift með sellerírófu í fyrir kvöldið. Við borðum pasta með engu í kvöldmatinn. Alltaf voða gaman að prófa eitthvað nýtt þegar kellingin sér um matinn!

Lifið í friði.

3 Responses to “áskrift að grannmeti”


  1. 1 Rósa Rut 26 Nóv, 2008 kl. 11:41 e.h.

    Sá einmitt umfjöllun um þessar grænmetis körfur. Fanst þetta rosa sniðugt og fær mann einmitt til að prófa nýja hluti. Einhvernveginn fanst mér samt asnalegt af mér sem bý á einum stærta grænmetismarkaði Parísar að gerast áskrifandi af grænmeti annarstaðar frá. Ánægð að þið séuð áskrifendur, haltu áfram að deila með okkur uppskriftum.

  2. 2 parisardaman 27 Nóv, 2008 kl. 9:21 f.h.

    Ég geri það, ekki málið. Ég er reyndar líka með mjög góðan grænmetismarkað og þarf að nýta hann líka því í körfunni er ekki allur vikuskammturinn. Engir laukar (enn), hvítlaukar eða paprikur, sem er nú svona dæmigerður grunnur sem maður á alltaf í skúffunni.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: