1. desember í París

Parísardaman hefur verið beðin um að koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri:

Engum dylst að í 7 vikur hefur neyðarástand ríkt í íslensku samfélagi. Það er löngu tímabært að fram komi lausnir. Í 7 vikur hefur þjóðin velkst í vafa. Fólk horfir á lánin vaxa og dafna meðan fasteignaverð hríðfellur og atvinnuleysi eykst hratt með degi hverjum. Íslendingar hvar sem er í heiminum hafa orðið fyrir barðinu á þessu ófremdarástandi og gera þær kröfur að stjórnvöld axli ábyrgð, komi fram með raunhæfar og ásættanlegar lausnir en stígi ellegar frá.

Undanfarna laugardaga hafa þúsundir manna safnast saman á Austurvelli til að krefjast svara. Ekki hefur borið á viöbrögðum sem mark er takandi á.
Við höfum því ákveðið að hlýða ákalli um að mæta á þessum táknræna degi, 1. desember, á 90 ára afmæli fullveldi Íslands, fyrir framan Sendiráð Íslands í París, til að sýna samstöðu með þessum hugrökku löndum okkar. Fundurinn hefst klukkan 14 og verður klukkustundar langur. Við hvetjum sem flesta, Íslendinga og Íslandsvini, til þess að mæta. Komið með spjöld, borða eða fána, eða komið bara sjálf.

Haldin verður stutt tala og síðan munu tveir fulltrúar úr hópnum afhenda Sendiherra Íslands í Frakklandi, Tómasi Inga Olrich, afrit af ræðunni.

Íslendingar eru að læra það núna að samstaða getur haft áhrif. Við Íslendingar og Íslandsvinir í París höfum nú tækifæri til að hvetja þau áfram hér í sjálfri móðurborg mótmælanna.
Ef þið hafið spurningar, getið þið haft samaband við Parísardömuna sem kemur þeim á framfæri.

Sjáumst sem flest mánudaginn 1. desember kl. 14, 8, avenue Kléber, 75016 París. Metró Kléber eða Étoile.

Lifið í friði.

18 Responses to “1. desember í París”


 1. 2 Outlaw 28 Nóv, 2008 kl. 4:22 e.h.

  Hljómar mjög vel.

  Hefur heyrst af hópi Íslendinga í öðrum löndum með mótmæli á sömu nótum?

 2. 3 parisardaman 28 Nóv, 2008 kl. 4:30 e.h.

  Það er ákall á Facebook, „Íslendingar erlendis mótmæla kreppunni 1. des“ ég setti tilkynningu inn þar: http://www.new.facebook.com/profile.php?id=692203598&ref=name#/group.php?gid=38325037241&ref=ts

  Ég sé ekki mikla hreyfingu þar. Við Parísarbúar erum sterkust stórust og bestust.

 3. 4 Outlaw 28 Nóv, 2008 kl. 4:36 e.h.

  Svona svona, þetta er hluti af menningararfinum ykkar sem búið í París. 😉 Á þann hátt koma litlar undirtektir í Helsinki ekki á óvart. Það er líka menningararfur í sjálfu sér, geri ég ráð fyrir.

 4. 5 Einar Jónsson 28 Nóv, 2008 kl. 5:16 e.h.

  Byltingin byrjar í París.

 5. 6 parisardaman 28 Nóv, 2008 kl. 5:35 e.h.

  Kannski fór byltingin bara aldrei frá París? Verst að þeir menn sem ég vildi draga til ábyrgðar skuli ekki vera hér. Við fílum okkur dálítið langt í burtu frá þeim sem máli skipta í þessu rugli öllu.

 6. 7 Outlaw 28 Nóv, 2008 kl. 5:53 e.h.

  Fjarlægðin gerir fílinginn kannski máttvana, en á sama tíma er kraftur nútíma samskiptatækni mikilvægur hlekkur í því að koma á stærri þjóðfélagsbreytingum.

 7. 8 baun 28 Nóv, 2008 kl. 7:19 e.h.

  það er mjög hressandi fyrir okkur hér að fá stuðning frá Íslendingum í útlöndum. takk!

 8. 9 ghrafn 28 Nóv, 2008 kl. 7:51 e.h.

  Byltingin kemur mjög sterk inn í Tromsø! Ég stend fyrir mótmælum á mánudag (í samráði við sjálfan mig, en ég hef ekki mikil samskipti við aðra Íslendinga hér).

 9. 10 parisardaman 28 Nóv, 2008 kl. 7:56 e.h.

  Eru aðrir Íslendingar þarna? Er fólk þarna?
  Baun, við styðjum ykkur af heilum hug og takk til ykkar.

 10. 11 kristín 28 Nóv, 2008 kl. 8:11 e.h.

  Verð með ykkur í huganum, hvort sem það er París eða Austurvöllur.

 11. 12 Outlaw 28 Nóv, 2008 kl. 8:31 e.h.

  Mætti ekki safna „1. des. mótmælum“ frá Íslendingum víða um heim á eina síðu?

  Það þarf ekki að forma neinn sérstakan texta, það getur hver og einn gert og kvittað fyrir með nafni og staðsetningu (og kannski mynd líka eins og indefence.is)?

 12. 13 parisardaman 28 Nóv, 2008 kl. 9:01 e.h.

  Það átti að vera svoleiðis á Facebook, býst ég við. Ég hef ekki tíma til að búa til síðu núna.

 13. 14 Gunni 30 Nóv, 2008 kl. 11:44 f.h.

  Ég bý í Grenoble og þarf að vera í skólanum á mánudaginn, en ég verð þarna í anda.

 14. 15 Kristín í París 30 Nóv, 2008 kl. 3:44 e.h.

  Frábært, það verður slatti af „öndum“ með okkur. Bara gott mál.

 15. 16 Asdis 1 Des, 2008 kl. 11:27 f.h.

  Eg by i Antibes og verd lika med i anda!

  P.S. thad er gruppa a Facebook fyrir Islendinga i Frakklandi, vid erum ekki morg eins og er, en thad vaeri haegt ad koma hverslags tilkynningum a framfaeri thar ef fjolgadi i hopnum.

 16. 17 parisardaman 2 Des, 2008 kl. 1:08 f.h.

  Sæl Ásdís og takk takk. Ég finn ekki grúppuna, er skráð í þá sem heitir Íslendingar og Íslandsvinir í París, er það hún?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: