tilhlökkun

Ég hlakka til á morgun. Ég kvíði líka dálítið fyrir, ég var t.d. beðin um að halda ræðu en hef ekki haft tíma til að skrifa hana út af þýðingaskilum.
Svo hlakka ég líka til að sjá hvað kemur út úr aðgerðum nornarinnar. Ég vona innilega að ekkert komi fyrir hana né aðra, það er ansi hætt við ryskingum. Mikið væri nú gaman að sjá DO borinn út úr Seðlabankanum. Í gær hitti ég mann sem varði hann með kjafti og klóm gegn öllum hópnum. Það var… áhugavert.

Ég hlakka líka til 12. des, að koma heim á flæðiskerið. Að geta loksins tekið þátt í mótmælum með ykkur hinum. Ef þetta verður ekki bara yfirstaðið. Þetta hvað? Byltingar og byltingarhugmyndir eru flókið fyrirbæri. Enginn hefur nokkurn tímann haldið öðru fram.

Lifið í friði.

3 Responses to “tilhlökkun”


  1. 1 baun 1 Des, 2008 kl. 12:49 f.h.

    Dabbía er skrítið land. tojtoj á morgun, hef tröllatrú á þér!

  2. 2 parisardaman 1 Des, 2008 kl. 10:16 f.h.

    Ég líka! Ég trúi á mig sjálfa. Ég trúi á mig. Ég hef trú á mér. Ég get þetta!

  3. 3 hildigunnur 1 Des, 2008 kl. 10:21 f.h.

    Gangi vel í dag!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: