Súfistinn föstudag kl. 17

Ég er búin að taka þá drastísku ákvörðun að vera á Súfistanum kl. 17 á föstudag. Þau ykkar sem lesið þessa síðu og eruð stödd í Reykjavík og hafið möguleika á að koma eruð hér með boðin velkomin. Þeim sem hafa engan áhuga er fyrirgefið.

Sjóbað er ótrúlega magnað fyrirbrigði. Ég tók fokking tvö sundtök í sjó sem mér var tjáð að væri 0,6 gráðu „heitur“. Ég fór að ráðum Hjálmars og fór tvisvar ofan í. Fyrst beint úr búningsklefanum og svo eftir upphitun í heita pottinum. Nauthólsvík er „the place to be“ þarna var múgur og margmenni. Ég stefni á að mæta á mánudagskvöld en það gæti orðið snúið því ég sæki eiginmanninn og tengdamóður mína á flugvöllinn um kl. 16. Ég verð að sjá til.

Hitti bloggvin í kaffi í morgun, indælt alveg hreint og gaman að hafa nú andlit á skrifum hans. Hann gaf mér fallega bók með myndum og ljóðum.

Langar ekki í próf, langar ekki í próf, langar ekki í próf. Mér finnst ég ótrúlega heimsk og sein að lesa og tóm. Ég er með höfuðverk og fæ sjóntruflanir. Sem betur fer á ég pantaðan nuddtíma á morgun. Og sem betur fer er prófið á föstudaginn en ekki til dæmis mánudaginn. Þetta er eins og með tannlæknaferðir, illu er best aflokið.

Mikið er ég ánægð með þessa snjókomu. Ég tryllist ef snjórinn fer fyrir jólin og mun draga yfirvöld og bankastjóra persónulega til ábyrgðar fyrir það.

Lifið í friði.

10 Responses to “Súfistinn föstudag kl. 17”


 1. 1 Harpa J 17 Des, 2008 kl. 7:05 e.h.

  Toj, toj í prófinu!
  Ég stefni á Súfistann á föstudaginn, en lofa engu…

 2. 2 parisardaman 17 Des, 2008 kl. 7:50 e.h.

  Frábært, vona að þú komist.

 3. 3 hildigunnur 17 Des, 2008 kl. 8:55 e.h.

  Mæti. Ætti að ná að vakna…

 4. 4 lindablinda 17 Des, 2008 kl. 9:26 e.h.

  En…….. er ekki Súfistinn bara í Hafnarfirði núna?? ( af því að þú sagðir Reykjavík…) Ég stefni á að mæta, svo lengi sem ég veit hvert ég er að fara 🙂

 5. 5 Vælan 17 Des, 2008 kl. 9:50 e.h.

  Nei, það er Súfisti í Iðuhúsinu 🙂

 6. 6 anna 17 Des, 2008 kl. 10:28 e.h.

  Ég reyni að vakna fyrir klukkan 17.00 á föstudag, en þá kemur spurningin. Hvar er Súfistinn? Er hann langt frá Árbæjarlaug?

 7. 7 parisardaman 17 Des, 2008 kl. 11:31 e.h.

  Hann er í Iðuhúsinu í Lækjargötu í Reykjavík.

 8. 8 Gummi 18 Des, 2008 kl. 1:19 f.h.

  Geri mitt besta til að mæta.

 9. 9 Syngibjörg 18 Des, 2008 kl. 2:47 f.h.

  Sendi þér góðar kveðjur héðan úr vestfirsku fjöllunum og vona að þið bloggarar skálið fyrir lífinu og tilverunni.

  Og tu tu, toj toj og hipp hipp fyriri velgengni prófa.

  Einhenti bloggarinn

 10. 10 Hugskot 19 Des, 2008 kl. 11:39 e.h.

  … var á leiðinni út úr dyrum nuddskólans þegar ég mætti konu sem var búin að hafa mikið fyrir að komast á staðinn, klofa snjó og arka í öskubyl! Maður hleypur ekki í burtu frá konu í „neyð“ …

  … verst að missa af gillinu – hefði gjarnan viljað mæta!


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: