teyg

Ég teygist og togast á milli þess að vilja (og þurfa að) ná prófinu mínu á föstudaginn og löngunar til að taka þátt í aðgerðum sem eiga að vekja sofandi þjóðina og hrekja hrokafulla valdhafa af stalli sínum.
Til þess að ná prófi þarf ég að ná að lesa almennilega yfir nokkrar greinar, klára nokkra hálflesna kafla í bókinni og fara vel yfir glósurnar mínar á þessum tveimur dögum sem ég hef. Síðast en ekki síst, þarf ég að SKILJA þetta allt saman og geta skrifað um það. Ég les um vald og orðræðu, um kenndir og dulvitund, sjálfveru og afneitun og ég er týnd.
Mig langar í raun mun meira til að vera á fundum með fólki sem trúir því að það geti breytt einhverju, bylt núverandi ástandi á friðsamlegan hátt. Mig langar á fundi á kvöldin og í hádeginu og mig langar að vera í aðgerðunum á morgnana. En þá mun prófið líða án þess að ég hafi lokið því og þá er önnin ónýt og þá er ég í vanda stödd með framhaldið.

Ég heyri svo margar hrikalegar sögur af fólki en samt keppast flestir við að benda á það jákvæða og ekki hef ég hitt marga sem hafa farið og mótmælt. Ekki einu sinni vinir mínir sem vakna með kvíðahnút í maganum og hugsa um frysta lánið sem þiðnar eftir tvo mánuði. Það finnst mér svo ótrúlega erfitt að eiga við. Ég get ekki fyrirlitið vini mína og ættingja en mig langar svo að þau skilji að það skiptir svo miklu máli að sýna samstöðu, að koma og ræða málin við þau hin sem vilja breyta og bæta. En sumt fólk virðist dofið yfir sjónvarpinu, bíðandi eftir næstu kosningum.

Ég vona að það verði fleiri í dag en í gær í morgunaðgerðinni. Ég vona að fleiri og fleiri bætist í hópinn á hverjum degi. En ég er hrædd við þessa sneyptu þjóð og lydduskap hennar.

Lifið í friði.

6 Responses to “teyg”


 1. 1 Frú Sigurbjörg 17 Des, 2008 kl. 1:06 e.h.

  Einbeittu þér að prófinu Parísardama. Og gangi þér vel.

 2. 2 hildigunnur 17 Des, 2008 kl. 2:14 e.h.

  ég er aumingi, og mætti ekki í sundið, var að vakna (klukkan er 12:14…)

 3. 3 Addý 17 Des, 2008 kl. 3:30 e.h.

  Það koma örugglega fleiri tækifæri til að mótmæla, þannig að ég meðmæli að þú farir í prófið. Sjósund að vetri til í nístingskulda ku ekki ráðlagt óvönum. Svo sá ég í fyrri færslu að kominn er keppinautur í jólatrjáasölunni … en þá verður bara nóg af trjám handa öllum sem vilja, vonandi. Hlakka til að sjá þig, skvísa.
  P.S. Var í viðtali við franska útvarpsstöð í gærkvöldi, spurð um álit/viðbrögð ungs fólks á Íslandi á/við kreppunni …

 4. 4 Outlaw 17 Des, 2008 kl. 4:13 e.h.

  Menntun og fræði geta verið mjög góð vopn – gangi þér vel í prófinu, og seinna mótmælum!

 5. 5 HT 17 Des, 2008 kl. 5:40 e.h.

  Get vottað að Kristín mætti galvösk,
  og baðaði sig ítrekað í ísköldum öldum Atlantshafsins.
  Kristín er nagli!
  Ólíkt sumum! Hnuss! 😉

 6. 6 hildigunnur 17 Des, 2008 kl. 8:54 e.h.

  HT, já, ég er ræfilstuska 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: