jóla hvað?

ekkert jólalegt veður

ekkert jólalegt að fara upp á slysó í gærkvöld með dreng með opið enni

ekkert jólalegt við að eiga eftir að kaupa næstum allar gjafirnar, hvað var ég að hugsa með þetta „evrurnar heim“ átak?

En það er jólalegt að liggja og kúra öll fjölskyldan saman á ný. Það er jólalegt að hafa m.a.s. mömmu og pabba nálægt líka. Og systkinin og alla hina.

Það er jólalegt að hafa borðað skötu um daginn.

Það er jólalegt að hugsa til þess að á morgun klukkan sex munu blessaðar bjöllurnar hringja, hvort sem við verðum „búin að öllu“ eða ekki.

Ég ætla að reyna að komast í friðargöngu kl. 18 og í boð til Nönnu í fyrsta sinn og svo er áætlað að vera í Alþjóðahúsinu kl. hálfellefu, ellefu ásamt fleiri Parísarbúum.

En ég lofa þó engu, hef ekki staðið við nema brot af því sem ég áætlaði þessa síðustu daga.

Og ég er með hálsbólgu.

Ekki misskilja mig, ég er á einhvern undarlegan hátt samt í rokna góðu skapi. Ég er jólabarn og fíla þetta allt.

Lifið í friði.

8 Responses to “jóla hvað?”


 1. 1 Valur Jólageislaskáld. 23 Des, 2008 kl. 2:12 e.h.

  Sama hvað við mannfólkið aðhöfumst skipuleggjum og viljum sjá … þá mæta jólin í einlægni í okkar hlað líkt og lítið barn og réttir okkur sína hendi og leiðir okkur inn á friðar hugarvelli .. er við getum dvalist á ásamt vinum og ættingjum.

  Þér og þínum óska ég gleðilegra jóla. Valur

 2. 2 Harpa J 23 Des, 2008 kl. 2:17 e.h.

  Fyrir utan þetta með aumingja drenginn og slysó, þá eru þetta nokkuð dæmigerð íslensk jól sýnist mér 😉

  Gleðileg jól kæra Kristín og skilaðu endilega kveðju til barnanna og fjöslkyldunnar!

 3. 3 Kristín 23 Des, 2008 kl. 9:27 e.h.

  Jól, drengir og slysó eiga einkar vel saman, það eru ófá jólin sem ég hef þurft að fara með annan hvorn drenginn minn upp á slysó…ókei, það var bara eitt skipti og mamma fékk sér nýtt teppi á stigann af því að blóðið náðist aldrei úr…býst samt alltaf við að þurfa að fara aftur einhver jólin…

  Gleðileg jól, Parísardömulesendur og Parísardama i ligemåde. Vonandi að nýja árið verði eitthvað betra við okkur.

 4. 4 hildigunnur 24 Des, 2008 kl. 3:28 f.h.

  Og náðirðu í friðargöngu (stóra skotta var þar að labba og syngja) eða til Nönnu (við JLS vorum þar)…

 5. 5 parisardaman 24 Des, 2008 kl. 10:53 f.h.

  Valur, Harpa og nafna ég óska ykkur líka gleðilegra jóla og tek undir það sem þið segið, takk takk.
  Hildigunnur, ég fór í gönguna og gekk svo til baka upp Laugaveginn, kom við á Mokka með slæpta dóttur, mann og tengdamóður og svo gengum við bara hratt alla leið uppeftir og að bílnum og ókum heim. Veðurhamurinn fór alveg með tengdó sem er alltaf pæja og vill ekki líta á úlpur, húfur og almennilega trefla og ég bara fór úr sambandi og steingleymdi Nönnuboðinu. Eins og ég var búin að hlakka til að fá að hitta hana í eigin persónu, sem og mágkonu hennar, frænku mína. Alveg furðulegt hvað ég er utan við mig stundum. Ég skrópaði líka í Alþjóðahúsið, en það var alla vega viljandi.

 6. 6 Nanna 24 Des, 2008 kl. 12:16 e.h.

  Þú kemur bara næst. Eða einhverntíma seinna. Gleðileg jól.

 7. 7 anna 24 Des, 2008 kl. 3:06 e.h.

  Gleðileg jól! Vona að árið 2009 verði viðburða og gæfuríkt!

  Verður þú á landinu á milli jóla og nýárs? Ljóta klúðrið ef ég missi af þér, Eva var að tala um að hittast.

 8. 8 Kristín í París 25 Des, 2008 kl. 6:06 e.h.

  Nanna, ég kem vonandi bara næst eða þarnæst. Og ég stelst til að setja kúlu á jólatréð…
  Og Anna, ég ætla að senda ykkur tölvupóst á næstunni, þegar ég veit betur hvernig líf okkar púslast, verið að slást um okkur sko…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: