kartöflusagan

Drengurinn þurfti vitanlega að fá kartöflu í skóinn fyrir að hafa verið að hoppa í rúminu og enda með galopið enni sem í þurfti að sauma saman með hvorki meira né minna en 5 sporum. Ég var búin að segja honum hundrað sinnum að hoppa ekki í rúminu, það væri hættulegt. Óþekkt skal aldrei launa með gjöfum og foreldrar eiga að nota hvert tækifæri til að kenna börnum sínum lexíu(r?).
Þar sem á þessu skítalandi er aldrei gert ráð fyrir einhleypu fólki og öðrum eymingjum, er ekki hægt að kaupa kartöflur nema í margra kílóa pokum. Brugðum við því á það ráð að nýta okkur tvöfaldan uppruna barnsins, komum við á McDonalds (MacDonalds?) og keyptum lítinn skammt af frönskum kartöflum.
Hann fékk svo að strá þessum köldu og linu, illa steiktu fyrrverandi frosnu kartöflumjölsstöngum út á hafragrautinn um morguninn. Og lærði enga lexíu, því honum fannst afar lítið varið í plastjólakallinn sem systir hans fékk.

Þetta er helber lygi, eins og svo margt annað sem kemur fram hér. Ég blanda óhikað saman sannleika og lygi þegar mér sýnist svo. Mér finnst eins og þið eigið að geta greint á milli en hef stundum komist að því að það kemst ekki alltaf til skila. Ég læt það ekki á mig fá, enda eru lygasögurnar yfirleitt háð gegn sjálfri mér, eins og t.d. þessi litla lygasaga hér að ofan. Og ef það er háð gegn einhverjum öðrum, passa ég upp á að það sé gegn einhverjum sem ekki getur varið sig, svo ég eigi ekki á hættu að lenda í málaferlum (og aftur byrja ég…).

Ég óska öllum lesendum, leyndum og ljósum,

gleðilegrar hátíðar ljóssins,

hvort sem það er heiðið eða kristið.

Megi friður og ró einkenna næstu daga. Ég ætla þó sjálf að næra í byltingarlöngunina í brjósti mér og treysti því að nógu margir geri það sama.

Lifið í friði.

8 Responses to “kartöflusagan”


 1. 1 hildigunnur 24 Des, 2008 kl. 12:15 e.h.

  hehe, kartöflur í lausu fást nú reyndar víða…

  En gleðilega jólahátíð sömuleiðis.

 2. 2 baun 24 Des, 2008 kl. 12:53 e.h.

  gleðileg jól og takk fyrir bæði lygina og sannleikann.

 3. 3 Valur Jólageislaskáld. 24 Des, 2008 kl. 1:14 e.h.

  O! ætli þú skáldir nokkuð meira þessa desemberdaga enn t.d ríkisstjórnarmeðlimir hafa skáldað í öllum desember … og tóku þeir ekkert mark á skömmum í sinn skó … og jafnvel ekki þó fengið hefðu yfir sig 100 kg af frostnum (kartöflum) Lexíur ungum drengjum er saumaðir eru í 5 sporum á höfði .. þær lexíur læra drengir seint .. enn læra þó að lokum .. það veit þessi drengur er skrifar þessar línur.

  Gleðileg jól Kristín.

 4. 4 ella 24 Des, 2008 kl. 1:35 e.h.

  Besti sannleikur getur verið lýginni líkastur. Ég get líka fullvissað ykkur um að það er hægt að bródera barn í bak og fyrir og í tunguna líka án þess að það læri af því nokkra minnstu vitund.Elsti sonur minn er glöggt dæmi um það. Að vísu hefur dregið úr mínum ferðum með honum til lækna enda maðurinn kominn á fertugsaldur og löngu fluttur frá mér. Gleðileg jól.

 5. 5 Harpa J 24 Des, 2008 kl. 2:28 e.h.

  Gleðileg jól kæra dama – til þín og allra þinna – með og án saumaspora 🙂

 6. 6 ErlaHlyns 24 Des, 2008 kl. 4:29 e.h.

  Franskar kartöflur í skóinn. Ég dáist að hugmyndaflugi þínu.
  Gleðileg jól og hafið þið það sem allra best.

 7. 7 Outlaw 25 Des, 2008 kl. 4:53 e.h.

  Gleðilega hátið.

  Eva Joly var í einum pakkanum. Mögnuð frásögn, ekki endilega af því sem var verið að rannsaka, heldur af rannsóknarferlinu sjálfu.

  Lesturinn hefur þegar fætt nokkrar samsæriskennningar um ástandið á Íslandi.

  Innst inni vonar maður að íslenskir ráðamenn eigi eftir að lenda í einhverjum skakkaföllum erlendis, sem verður til þess að erlend stjórnvöld setja í gang rannsókn á einstökum þáttum. Ég myndi ekki gráta það ef Norðmenn leggðu til fólk, sér í lagi þar sem Eva Joly nú er ráðgjafi norskra stjórnvalda.

 8. 8 Eyja 25 Des, 2008 kl. 11:06 e.h.

  Ég kann eina dagsanna og brakandi ferska kartöflusögu: Í gærkvöldi (aðfangadagskvöld) settumst við fjölskyldan til borðs ásamt gestum okkar, þ.e. tengdó og mömmu, til að snæða kalkún. Þar sem okkur varð litið yfir borðið með kalkúninum og ýmsu dýrindis meðlæti rann upp fyrir okkur að kartöflumúsin sem til stóð að búa til úr kartöflum ræktuðum í Garðabænum hafði alveg gleymst. Þar sem úrval meðlætis var allnokkuð kom þetta ekki mikið að sök en trúlega var þetta fyrsta kartöflulausa aðfangadagskvöldsmáltíð lífs míns.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: