rrrrrrrrrrr

Ég er malandi köttur og ligg á meltunni.

Ég á góð börn og þæga tengdamömmu sem sættir sig við að liggja hér uppi í sófa með mér og glápa út í loftið og dotta við og við.

Ég er heppin.

Ég fékk fullt af góðum pökkum, en börnin eru sannfærð um að það hafi verið miklu minna af gjöfum þetta árið en í fyrra. Það er ágætt, ég birti kannski mynd af hrúgunni sem safnaðist undir tréð, hún var óhugnaleg og ég fékk illt í litla byltingarmanninn í brjósti mínu. En við vorum reyndar ansi mörg og sumir pakkanna voru svona kreppupakkar sem reyndust minni þegar búið var að fletta ofan af þeim, dálítið eins og íslenskir bankar, nema að það var samt eitthvað sem gladdi, ekki hít sem vekur hrylling.

Ég drakk kampavín í gær og ég ætla að gera það aftur fljótlega. Helvítis verð er á þessum dásemdardrykk hérna. Annars myndi ég ráðleggja öllum að drekka þetta í hverri viku.

Lifið í friði.

3 Responses to “rrrrrrrrrrr”


 1. 1 bryn&co 26 Des, 2008 kl. 12:05 f.h.

  Hér er líka malað og legið á meltunni!
  Til að halda upp á kreppuna var hér borðað foie gras úr fínni búð á Place de la Madeleine og drukkið Millesimé Dom Perignon með í forrétt í kvöld. Svo var borðuð íslensk villibráð.
  Einvhverjar bubblur eru eftir sem verða AÐ SJÁLFSÖGÐU kláraðar ASAP.
  Hversu hress sem frúin verður í fyrramálið þá verða Amma Soffía og Afi Jón sótt á völlinn á morgun.
  knús á klakan
  Bryn

 2. 2 anna 27 Des, 2008 kl. 3:28 f.h.

  Tókstu tengdamömmu með þér til Íslands?

 3. 3 parisardaman 27 Des, 2008 kl. 12:57 e.h.

  Takk Bryn, takk.
  Anna: Tengdamamma kom í 4 daga yfir bláhátíðina. Hún er farin núna.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: