Austurvöllur kl. 15

Ég verð þar, nálægt Jóni Sig.

Lifið í friði.

11 Responses to “Austurvöllur kl. 15”


 1. 1 Hákon Jóhannesson 27 Des, 2008 kl. 2:48 e.h.

  Já ég mæti, einn eða með fleirum.

  Mart er að skýrast þessa dagana en það er löngu vitað að óráðsía bankamanna og útrásarmanna var grunnurinn að falli efnahagskerfisins.
  Þetta eru gerendurnir = framleiðendurnir.

  Ekki húsmóðir í neðra Breiðholti.

  Því hefur mig undrað það – við nánari skoðun á Austurvelli, auðvitað – að hvorki bankamenn né útrásarmenn eru upp-kallaðir þar til ábyrgðar – þegar Hörður telur upp þá sem eiga að segja af sér.

  Hvað er að drengir ? Er einhver að styðja við bakið á ykkur ?

 2. 2 parisardaman 27 Des, 2008 kl. 3:37 e.h.

  Ég hef aldrei heyrt í Herði, en hef heyrt ýmsar athugasemdir við ræður hans. Hann hefur líklega valið að byrja á ríkisstjórn sem var kannski rétt ákvörðun fyrir 10 vikum, nú er orðið ansi ljóst að það þarf að drífa í að draga ýmsa aðra til ábyrgðar og löngu kominn tími til að einbeita sér að því að benda á það.

 3. 3 Eyja 27 Des, 2008 kl. 7:00 e.h.

  Ég hef skilið málið þannig að uppsagnaráskorunum væri beint til þeirra sem eru í opinberum embættum og þannig (að nafninu til a.m.k.) fulltrúar þjóðarinnar. Útrásarmenn falla ekki þar undir. Hinir ýmsu ræðumenn hafa hins vegar gagnrýnt útrásarliðið í bak og fyrir.

 4. 4 anna 28 Des, 2008 kl. 1:53 f.h.

  Ég var heima með slæman hósta og annan aumingjaskap og lét mér nægja að ylja mér við Hörð Torfason

 5. 5 hildigunnur 28 Des, 2008 kl. 3:27 e.h.

  Var á svæðinu og í svaðinu. Hugsa að garðyrkjudeild rífi í hár sitt og skegg, yfir vesalings grasinu á Austurvelli…

 6. 7 Syngibjörg 29 Des, 2008 kl. 2:06 f.h.

  og var Jón Sig hress??? allt gott að frétta af honum??

 7. 8 Kristín í París 29 Des, 2008 kl. 3:36 f.h.

  Jón stóð hnarreistur og lét eins og ekkert væri. Ég stóð aðallega á kjaftatörn við fólk, faðmaði mótmælendur með skilti sem og löggumann, hitti þó því miður ekki Hildigunni.

 8. 9 Nanna 29 Des, 2008 kl. 3:46 f.h.

  Ég var þarna líka með syni og tengdadóttur. Hætti mér samt ekki út í drullusvaðið, ég er svo illa skóuð.

 9. 10 Frú Sigurbjörg 29 Des, 2008 kl. 3:29 e.h.

  Við Pétur létum okkur ekki vanta og óðum galvösk í drullusvaðið. Hefði svo viljað sjá miklu fleiri, en stolt af öllum þeim sem voru á staðnum!

  Hvað verðuru lengi á landinu Kristín? Ekkert á leið á kaffihús aftur??

 10. 11 Kristín í París 29 Des, 2008 kl. 3:51 e.h.

  Já, þarf eiginlega að kíkja aftur á kaffihús. Margir að hitta, tíminn flýgur…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: