Sarpur fyrir desember, 2008jólatré

Jólatré Samtakanna 78 eru ferlega streit, hvorki bleik né glimmer og engin risatrukkalessutré heldur. Bara falleg, þétt og fín.

Þau eru til sölu á Laugavegi 3, gengið inn í portið á bakvið húsið. Alla þessa viku.

Svo er upplagt að fara með lyftunni upp á 4. hæð og fá sér heitt súkkulaði og vöfflu, eða var það kannski bara um helgina? En það er alla vega hægt að skrá sig í samtökin þó maður sé streit eins og jólatré. 400 krónur á mánuði og frí í tvo.

Það stefnir allt í að ég hitti alla þá sem vilja hitta mig á kaffihúsi á föstudaginn. Mig vantar hugmyndir að stað og tíma, eins og vanalega er ég mjög sveigjanleg og til í að sitja lengi við til að ná að hitta sem flesta.
Látið í ykkur heyra.

[Mig langar samt að komast á tónleika um kvöldið, sjá hér]

Svo er það spurning með sjóbað í hádeginu á miðvikudaginn. Ég er að vísu í kaffiboði um morguninn, hvernig er þessi hádegistími? Bara rétt 12-13? Og kemst Hjálmar þá? Og Hildigunnur? Fleiri?

Bíðiði aðeins, samviskan hefur eitthvað að segja… Ha? Læra fyrir próf? Æ, já, ég geri það bara þegar ég verð dauð. Æ, nei, þá ætla ég víst að sofa. Ókei, læri bara á kvöldin í staðinn…

Lifið í friði.

Ísland

Mótmælin voru fín. Ég sá Gumma en náði ekki að fara og heilsa honum út af þessu þagnarbindindi sem var ágætt þó það væri ekki virt af öllum og jafnvel einhverjir mjög ósáttir. Þeir voru ekki mjög sannfærandi. Ég ræddi við Sigga Pönk sem virti þögnina þó hann væri ekkert alveg sammála þeirri aðferð. Persónulega er ég bara með öllum aðferðunum, allt sem gert er til að mótmæla yfirganginum hlýtur að vera gott. Friðsamlegt eða minna friðsamlegt, pent eða ópent, mér er sama, bara svo lengi sem fólk þorir að tjá sig. Skoðanaleysi og tjáningarhræðsla eru verst.

Það er kalt, bara svo þið vitið það.

Ég ætla í Kolaportið að kaupa kuldaskó á dóttur mína og svo fer ég og kaupi hinsegin jólatré í Samtökunum 78. Þau eru á Laugavegi 3 og opið til kl. 6 í dag.

Svo er aðallega próflestur framundan, reyndar eitt kaffiboð hjá bloggvini sem ég á eftir að negla og svo getur vel verið að ég reyni að fara á kaffihús eitthvert kvöldið ef ég næ að vera viðbjóðslega dugleg að lesa. Svo er það sjóbaðið, hvenær Hjálmar?

Lifið í friði.

yfir milljón

Fólk sem þiggur laun yfir milljón á mánuði á krepputímum er graftarkýli á þjóðinni.

Ég mun leggjast yfir pælingar um skrímsli í dag, því miður ekki skrímslin sem vaða uppi með yfirgang og frekju og níðast á lítilmagnanum á Íslandi… eða hvað? Kannski ég komi með últrapólitískan og nútímalegan vinkil á Frankenstein og gólemið?

Svo verð ég víst að pakka. Fékk fallöxina innpakkaða, splæsti í sértöskuna með, svo það verður ekkert mál. Meira mál að gleyma ekki ullarbrókum og jólakjólum fyrir börnin. Og vínið maður, vínið.

Svo flýg ég heim á morgun. Með hálfum huga í þetta sinn. Það er undarleg tilfinning.

Lifið í friði.

að missa úr slag

Í dag hef ég misst úr slag þrisvar til fjórum sinnum.
Mér líður stanslaust eins og ég sé að svíkjast um. Mér finnst stanlaust að ég hafi lofað einhverju og gleymt að virða það.
Ég er vitanlega ekki búin að skila verkefnum sem ég átti að skila á föstudaginn en það var víst nokkuð fyrirsjáanlegt og ég hef beðið um frest.
Hins vegar held ég örugglega að öll þýðingarverkefnin hafi náð til viðskiptavinar á réttum tíma. Það síðasta fer inn á morgun. Og vonandi næ ég að gera skólaverkefnið hratt og vel og fæ að skila þó það sé allt of seint.
Og svo flýg ég til Íslands á föstudag. Það þarf víst að pakka einhverju niður fyrir slíkt, kaupa vín og sitthvað gott. Eða ekki. Alla vega verð ég að mæta út á völl með mig og krakkana.

Ég held að ljóst sé að jólakortin verða útundan þetta árið. Það er sársaukafull staðreynd en maður gerir bara nákvæmlega það sem maður ræður við og ekki meir en það.

Jólastress? Nehei, en stress er það nú samt væna mín.

Lifið í friði.

gengið er undarlegt II

Í fréttum útskýrir einhver (man ekki hvern var talað við) að þessi ógnarmunur á genginu erlendis og heima sé vegna þess að gengið verði ekki ljóst fyrr en gjaldeyrisviðskipti fara í gang á ný. Hvernig í ósköpunum geta þeir þá staðhæft að gengið sé 147 krónur fyrir evruna? Geta þeir ekki bara játað að þeir eru að spreða láninu með því að selja evruna á útsölu? Hver á svo að taka skellinn þegar rétta gengið kemur í ljós? Ég skil hvorki upp né niður í þessu.

Hér snjóar blautum stórum flygsum sem væntanlega munu bráðna án þess að ná að búa til almennilegt snjóteppi yfir hverfið mitt. En það er næs að horfa á þær út um gluggann. Meira næs en að koma heim áðan með gegnfrosin læri. Gleymdi sokkabuxunum.

Lifið í friði.

gengið er undarlegt

Ef ég reikna 199 evrur á genginu 147 sem er það síðasta sem ég heyrði í fréttum frá Íslandi, fæ ég út rúmar 29.000 krónur.

Ef ég reikna 199 evrur á myntbreytinum í tölvunni minni fæ ég út 57.000 krónur.

Hvað er í fokking gangi? Það var tekið fram í fréttum að Evrópubankinn hefur ekki skráð íslenskt gengi síðan 3. desember, og er krónan því skráð þar í 290 krónum. Sem er einmitt gengið sem tölvumyntbreytirinn minn notar. Hverju á ég að trúa?

Lifið í friði.

jólatré, óþekka María og stígvél

Í Frakklandi er jólatréð yfirleitt sett upp strax í byrjun desember. Börnin fóru um daginn í heimsókn til vinkonu sinnar sem er komin með stórt og fallegt tré í stofuna hjá sér. Þau kvörtuðu sáran yfir jólatréleysinu heima fyrir. Svo vel vildi til að nokkrum dögum fyrr hafði ég hirt grein úti í garði sem ég hugðist gera að jólaskreytingu. Ég stakk henni í vasa og vafði um hana jólaseríu og krakkarnir vöfðu um hana glitrandi borðum. Þau eru alsæl með útkomuna:

ókeypis jólatré

ókeypis jólatré

Glöggir sjá kannski að fremst á myndinni er fjósið (síðar: ég meinti fjárhúsið) sem Jesú fæddist í. Ef skoðuð er nærmynd af þessu fjósi (fjárhúsi) sjást þrjú sár: María er farin ásamt einum vitringanna og virðast þau hafa tekið lamb með sér. Jósep situr eftir með sárt ennið og barn sem hann á líklega ekki. Þetta fjós (fjárhús) hefur fylgt mér síðan ég var barn, eins og ansi margt af jólaskrautinu mínu.

einstakur Jósep

einstakur Jósep

Að lokum birti ég mynd af skónum mínum. Þeir eru léttir og úr mjúku leðri. Ég get verið í þunnum ullarsokkum í þeim og vona að þeir dugi í slabbið án þess að eyðileggjast. Annars á ég gömlu góðu gönguskóna mína alltaf heim hjá mömmu. Ég á mjög góða trampara, rauða og fína, en þeir eru hreinlega of þungir fyrir mig til að ganga á lengi, ég fæ í hnéð mitt af því og vil ekki taka of mikla áhættu með það.
Ég hef, eins og áður hefur komið fram, aldrei eytt eins miklu í skó. Þeir kostuðu 199 evrur. Merkið er Camper, ég hef heldur aldrei viljað kaupa skó frá þeim, finnst það allt of vinsælt og þar með snobba ég gegn því. Prinsipp eru til að beygja þau.
Hér eru stígvélin, þið megið alveg segja hvað ykkur finnst, ég hló dátt að vinkonum mínum á laugardaginn sem þorðu ekki að segja mér að þeim finnst þau ekkert flott. (Mér finnst pinnahælastígvélin þeirra alveg fín á þeim, en myndi aldrei ganga í svoleiðis sjálf).

dsc00293

Ef ég man/nenni læt ég taka aðra og betri mynd í kvöld. Sólinn undir er rauður, það gerði útslagið fyrir mig (og er það sem manninum mínum finnst verst við þau).
Lifið í friði.

gott og vont

gott:

Nei
Lára Hanna
Eva
Vésteinn
HT
Baun
Druslur og doðrantar
og örugglega margt fleira

Vont:

Lyddur
Feitt og frekt fólk sem ruglar mannsæmandi lífi við ofgnóttarlíf
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Uppgjöf
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Brottvísun flóttamanna um alla Evrópu
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Hækkandi vöruverð
Lyddur
Lyddur
Lyddur
Lyddur
og örugglega margt fleira

Lifið í friði.

einmitt og akkúrat já

Vinna meira til að kaupa meira og meira meir’í dag en í gær.

Veggjakrot í Reykjavík einhvern tímann fyrir kreppuna. Sem Þórdís birti þá ljósmynd af. Þetta á hryllilega vel við um mig. Ég keypti mér dýrustu skó sem ég hef nokkurn tímann keypt mér í gær. Og vinn eins og svín og læri ekki neitt á meðan.

Lifið í friði.

stóra spurningin

Ef maður lætur hafa sig að fífli, er maður þá fífl?

Lifið í friði.