það var þá aldrei

Ingibjörg Sólrún býður nú loksins nákvæmlega það sem ég hefði óskað eftir.
Verst að hún skuli ekki hafa boðið þetta í október, nóvember.

Í ljósi þess að kröfufundir og mótmælastöður eru farnar að bera sýnilegan árangur, vona ég að alvöru neisti hafi kviknað í brjósti þjóðarinnar. Neisti sem verður ekki slökktur um leið og þetta „partý“ er búið, búið að kjósa og allri ábyrgð aftur hent á hendur ríkisstjórnar og Alþingis.
Nú ættu allir að skilja að það hefur áhrif að mæta niður í bæ og láta í sér heyra þegar maður er ekki sáttur við það sem er að gerast hjá yfirvöldum. Nú ættu Íslendingar að vera snöggir út með potta og sleifar þegar ástæða þykir að minna á að þingmennska og seta í ríkisstjórn eru þjónustörf, í þágu þjóðarinnar.

Lifið í friði.

7 Responses to “það var þá aldrei”


 1. 1 Líba 26 Jan, 2009 kl. 5:04 e.h.

  Heyr, heyr þá daman talar.

  Viva la revolution!

 2. 2 Syngibjörg 26 Jan, 2009 kl. 5:50 e.h.

  Þetta hefur verið vægast sagt ævintýralegur dagur svo ekki sé meira sagt.
  Nú eigum við von.

 3. 3 Eyja 26 Jan, 2009 kl. 8:33 e.h.

  Ég tek undir að atburðir undanfarinna daga hefðu átt að eiga sér stað fyrir 3 mánuðum eða svo. Er ekki hægt að spóla til baka?

 4. 4 baun 26 Jan, 2009 kl. 9:03 e.h.

  guð láti gott á vita.

 5. 5 ghrafn 26 Jan, 2009 kl. 10:04 e.h.

  Þetta guðsvolaða pakk hefði mátt hypja sig fyrir langa löngu.

  Svo legg ég til að Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann leggur sig verði sendur til Jan Mayen og látinn dúsa þar til eilífðarnóns. Helvítis pakk!

  PS. Afsakið orðbragðið …

 6. 6 Valur Kjósandi. 27 Jan, 2009 kl. 12:57 f.h.

  .. batnandi fólki er best að lifa ..ISG

  og gerum bara líkt og í Thaílandi og bönnum fyrrverandi stjórnarflokk í 5 ár þ.e Sjálfstæðisflokk. Og eru meiri líkindi í stjórnmálum með íslandi og Thaílandi .. því stjórn í landinu þar sem tók 5 mánuði að fella með kröftugum mótmælum ..já sú stjórn kallaðist þar ,,Strengjabrúðu,, ríkisstjórn fyrrverandi forsætisráðherra .. já alveg er það sláandi líkt hversu öflug ,,farsótt,, þetta er sem herjar á stjórnmálamenn víða hér í heimi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: