tepoki

Ég ætla að vinna á bókasafninu í allan dag og fram á kvöld. Á planinu er að vélrita upp einn af textunum sem ég ætla að þýða sem ég er með skannaðan beint úr handriti frá 18. öld. Þetta er hluti af formála Anne Dacier að þýðingu sinni á Illíonskviðu Hómers, sem hún gaf út í lok 17. aldar.
Svo ætla ég að lesa lok formálans þó ég ætli ekki að þýða hann.
Svo langar mig að reyna að lesa alveg „Skipan orðræðunnar“ eftir Foucault, en þá þýðingu Gunnars Harðarsonar ætla ég að rýna í og halda fyrirlestur um í lok mars. Á Íslandi. Ég kvíði svo fyrir því að eftir að ég keypti flugmiðann í gær spruttu út bóla og frunsa á andliti mínu. Ég tengi það frekar þessu heldur en falli ríkisstjórnarinnar.
Þó ég búist við því að þetta dugi sem dagsverk, ætla ég að hafa málfræðiverkefni með mér og líta aðeins á það. Það fjallar um málbreytingar og þarf ég að rekja þær og útskýra með formúlum. Stuð.

Á fimmtudaginn er allsherjarverkfall með risakröfugöngu í París. Mig langar svo mikið að reyna að fara, það er hiti í mér, kröfugönguhiti, en það er erfitt þar sem ríkisskólar eru vitanlega í verkfalli og þar af leiðandi sonur minn heima. Ég gæti hjólað og gengið ein, en ég efast um að ég ráði við að taka hann aftan á hjólið, hann hefur stækkað mikið frá því í fyrra og þá var það nógu mikið púl. Hér stefnir hraðbyri í að skólakerfið verði einkavætt, einkaskólar eru styrktir meir og meir meðan almenningsskólar missa starfsfólk í niðurskurði, engir gangaverðir, engir sálfræðingar o.s.frv. Þessi þróun er einn af þeim málaflokkum sem ný öfl á Íslandi þurfa að huga að. Viljum við það nokkuð?

Lifið í friði.

2 Responses to “tepoki”


  1. 1 Harpa J 27 Jan, 2009 kl. 11:16 f.h.

    Neibb. Viljum það ekki.

  2. 2 ella 27 Jan, 2009 kl. 12:03 e.h.

    Nei takk ómögulega takk.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: