búsáhaldabyltingin á útlensku

Maðurinn minn rakst á ensku þýðinguna „the household revolution“ og fannst lítið til koma. Á frönsku hefur það verið tekið upp sem „la revolution des ménagères“ sem þýðir hreinlega húsmæðrabyltingin. Það finnst mér ómögulegt og ég stakk upp á „la revolution des casseroles“ sem gæti þá yfirþýst sem kastarholubyltingin eða pottabyltingin. Mér finnst það mun betra.
Þar að auki er til í frönsku hugtakið passer à la casserolle sem þýðir að ganga í gegnum eitthvað erfitt. Við (þjóðin, skríllinn, húsmæður, heimilisfeður eða útivinnandi) settum sem sagt ríkisstjórnina í pottinn à la française! og hún þoldi það ekki.

Ég leita eftir fleiri þýðingum og á sem flestum tungumálum, takk.

Lifið í friði.

9 Responses to “búsáhaldabyltingin á útlensku”


 1. 1 Stefán Pálsson 28 Jan, 2009 kl. 3:26 e.h.

  Cutlery Revolution væri strax skárra en Household…

 2. 2 parisardaman 28 Jan, 2009 kl. 3:36 e.h.

  Ahs, mun betra Stefán!

 3. 3 ghrafn 28 Jan, 2009 kl. 5:26 e.h.

  Og amboðabylting þykir mér öllu þjóðlegra og fallegra en búsáhaldabylting, enda er orðið búsáhald örugglega tökuorð úr dönsku, eða eitthvað…

 4. 4 Eyja 28 Jan, 2009 kl. 5:38 e.h.

  Í Suður-Ameríku mun þetta fyrirbæri vera þekkt undir heitinu cacerolazo eða cacerolada: http://en.wikipedia.org/wiki/Cacerolazo

  Í því ljósi lægi væntanlega beint við að tala um kastarholubyltingu á íslensku. En ‘amboðabylting’ er auðvitað flottara.

 5. 5 hildigunnur 28 Jan, 2009 kl. 7:40 e.h.

  Amboðabylting er æði! Gunnar Hrafn, hverju stingurðu upp á á dönsku? Kökkenrevolutionen er hálf flatt (afsakið, er á pésé og nenni ekki að leita að danska öinu)

 6. 6 parisardaman 28 Jan, 2009 kl. 8:27 e.h.

  Amboðabyltingin er fallegt en búsáhaldabyltingin er orðið fast, er það ekki annars?
  Fyndið að kastarholan skuli vera notað í spænsku. Skoða hvort eitthvað þessu líkt er til í frönskunni, held þó að maðurinn minn hefði kveikt á því í morgun… og þó…

 7. 7 erling 28 Jan, 2009 kl. 10:54 e.h.

  ég hef nú kallað þetta pottabyltinguna í bloggi mínu stutt og gott

 8. 8 parisardaman 29 Jan, 2009 kl. 3:11 e.h.

  Já, mér finnst það líka fínt orð Erling.

 9. 9 Baldur 21 Jan, 2010 kl. 6:49 e.h.

  Hvað með „The Cutlery Coup“?


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: